ÁHÆTTUSTJÓRNUN Í FERÐAÞJÓNUSTU

oryggi

Slys eru nokkuð algeng meðal ferðamanna hér á landi og er löngu orðið tímabært að draga úr þeim með víðtækum leiðum í gerð öryggisáætlana.  Öryggisáætlun tryggir betri og öruggari þjónustu fyrir ferðamenn og gerir ferðaþjónustu fyritækið betur í stakk búið til þess að bregðast við hættu.

 

EFLA vann að nýju áhættustjórnunarkerfi fyrir ritið "Öryggisáætlanir í ferðaþjónustu" innan VAKANS, en það er fyrir ferðaþjónustuna til að auka öryggi og minnka áhættur.

 

Hvað getum við boðið þér ?

EFLA getur aðstoðað við allt ferlið við gerð öryggisáætlana ásamt því að aðstoða við eftirfylgni og æfingar.  Hægt að sjá frekari upplýsingar um öryggisáætlun í ferðaþjónustu í einblöðungi hér til hliðar. EFLA aðstoðar við að meta störf starfsmanna út frá áhættu í vinnuumhverfi starfsmanna m.t.t. álagsþátta sem tengjast m.a. hljóðvist, birtuskilyrðum, gæðum innilofts, tækjabúnaði og efnanotkun. Þjónusta EFLU á sviði áhættumats starfa er viðurkennd af Vinnueftirliti ríkisins. Fyrir ferðaþjónustuna nýtist víðtæk þekking EFLU í áhættustjórnun, öryggis- og umhverfismálum, jarðtækni og fleiri greinum við gerð öryggisáætlana og áhættumats.  EFLA getur einnig boðið ráðgjöf við gerð áhættumats fyrir ferðamannastaði.

 

Á meðal þjónustusviðanna eru:

Verkefni EFLU:

  • Áhættustjórnun og uppbygging öryggismála í Reynisfjöru
  • Ný útgáfa af ritinu „Öryggisáætlanir í ferðaþjónustu" í samvinnu við Ferðamálastofu.
  • Öryggisúttekt fyrir Gullfoss, Þingvallarþjóðgarð, Vatnshelli, Kárastaðastíg í Almannagjá.og Helgustaðanámu .
  • Áhættustjórnun og áhættugreining fyrir Búðarhálsvirkjun.
  • Greining áhættu fyrir margskonar iðnaðarverkefni.
  • Áhættumat starfa og vinnuvernd fyrir fjölmörg fyrirtæki
  • Umhverfisvottunarkerfi fyrir Hópbíla / Hagvagna, Kynnisferðir, Hótel Natura, Bílaleigu Akureyrar og Bílaleiguna Alp.
  • Ráðgjöf og innleiðing OHSAS 18001 fyrir Hópbíla/Hagvagna.

EFLA er hefur vottað öryggisstjórnunarkerfi (ISO 18001), umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001) og gæðakerfi (ISO 9001).

 

 

 

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Fagstjóri bruna- og öryggismála hjá EFLU

Böðvar Tómasson

Sími: 412 6000 Beint: 412 6061
Fax: 412 6001
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sviðsstjóri Umhverfissviðs EFLU

Helga Jóhanna Bjarnadóttir 

Sími: 412 6000   Beint: 412 6109
Fax: 412 6001
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

 

DEILA Email PLG_ITPSOCIALBUTTONS_SUBMIT
Prentvæn útgáfaPrentvæn útgáfa