Lagnir
og
loftræsing

Lagnalikan

 

Fólk eyðir um 90% af tíma sínum innandyra og því er heilsusamlegt umhverfi í byggingum gríðarlega mikilvægt. Með góðri ráðgjöf og hönnun má ná fram endingabetri lagna- og loftræsikerfum, lægri rekstrarkostnaði og betri loftgæðum og varmavist í byggingum. Þá hefur hitastig og gæði innilofts í byggingum áhrif á afköst, vellíðan og heilsu notenda.

 

EFLA hefur víðtæka þekkingu og reynslu af hönnun og eftirliti lagna- og loftræsikerfa, m.a. í íbúðabyggingar, hótel, skóla, íþróttamannvirki, sundlaugar, iðnaðarhúsnæði og álver. Notaður er fyrsta flokks hugbúnaður til hönnunar, en boðið er upp á að hanna og teikna pípu og loftræsikerfi í þrívíðum teikni- og upplýsingalíkönum með Revit, samkvæmt BIM aðferðafræðinni. Slík vinna leiðir til lausna á vandamálum á hönnunartíma sem skilar sér í lægri byggingarkostnaði. EFLA býður jafnframt upp á þarfagreiningu, ráðgjöf og hönnun vegna úrbóta og stækkunar á eldri lagna- og loftræsikerfum.

 

Á meðal þjónustusviðanna eru:

  • Hitakerfi
  • Neysluvatnskerfi
  • Frárennsliskerfi
  • Kælikerfi
  • Snjóbræðslukerfi
  • Vatnsúðarakerfi
  • Sundlaugakerfi
  • Loftræsikerfi
  • Rykafsogskerfi

 

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Fagstjóri

Baldur Kárason

Sími: 412 6000   Beint: 412 6042

GSM: 665 6042

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

DEILA Email PLG_ITPSOCIALBUTTONS_SUBMIT
Prentvæn útgáfaPrentvæn útgáfa