Fréttir


Fréttir: 2014

Fyrirsagnalisti

19.12.2014 : EFLA tengir byggðir í N-Noregi

Neðanjarðargöng í Tromso
EFLA verkfræðistofa hefur með höndum tæknilega ráðgjöf og heildarhönnun endurnýjunar á tveimur samsíða jarðgöngum í N-Noregi sem tengja 72000 manna byggð á Tromsö eyju við meginland Noregs. Lesa meira

19.12.2014 : Greining á nothæfistíma og nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar

Fokker 50 flugvél
EFLA vann nýverið tvær skýrslur um nothæfistíma og nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar fyrir Isavia. Lesa meira

18.12.2014 : Samfélagssjóður EFLU styrkir átta verkefni

Samfélagssjóður EFLU 2014
Samfélagssjóður EFLU veitti nú í desember sína fimmtu úthlutun. Lesa meira

9.12.2014 : Fyrirlestur um notkun á ómönnuðum flugvélum við loftmyndatöku

Drónaflug og flygildi
Trimble Dimension 2014 er notendaráðstefna Trimble var haldin í Las Vegas í nóvember. Trimble er einn stærsti framleiðandi landmælingatækja í heiminum. Páll Bjarnason, svæðisstjóri EFLU Suðurlandi hélt þar fyrirlestur um notkun ómannaðra flugvéla við loftmyndatöku á Íslandi. EFLA er framarlega hvað þessa tækni varðar í heiminum og var fyrirlestur Páls því áhugaverður og upplýsandi fyrir ráðstefnugesti sem voru um 4.000 talsins. Lesa meira

9.12.2014 : Nemendaverðlaun Skipulagsfræðingafélags Íslands 2014

Hjól við Langholtsskóla
Íris Stefánsdóttir hlaut nemendaverðlaun Skipulagsfræðingafélags Íslands fyrir meistararitgerð sína í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands "Ferðavenjur skólabarna í Reykjavík - Áhrif hins byggða umhverfis á val ferðamáta". Lesa meira

3.12.2014 : Lýsingarhönnun í Langjökli

Lýsingarhönnun í Langjökli
Nú eru hafnar prófanir á aðferðum og búnaði fyrir lýsingu í ísgöngunum í Langjökli. Óhætt er að segja að um óvenjulegt verkefni sé að ræða því huga þarf að mörgu sem er ólíkt lýsingu við hefðbundnar aðstæður. Lesa meira

26.11.2014 : Náttúra og byggð tengd á ljóðrænan hátt

Úlfarsárbyggð
Tillaga VA arkitekta ásamt Landmótun og EFLU var hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal auk íbúðabyggðar. Í hönnunarhópnum fyrir hönd EFLU voru þau Ríkharður Kristjánsson, Guðrún Jónsdóttir og Brynjar Örn Árnason. Lesa meira

5.11.2014 : Íslenskir þjóðstígar

Íslenskir Þjóðstígar
Út er komin skýrsla um verkefnið Íslenskir þjóðstígar sem unnið var af EFLU verkfræðistofu í samvinnu við Ferðamálastofu og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Viðfangsefni verkefnisins var að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi (e. National Footpaths) en innan þess yrðu vinsælustu gönguleiðir landsins. Lesa meira

4.11.2014 : Umhverfisverðlaun ferðamálastofu 2014

Umhverfisverðlaun ferðamálastofu 2014
Icelandair Hótel Reykjavík Natura er handhafi umhverfisverðlauna Ferðamálastofu fyrir árið 2014. EFLA sá um ráðgjöf við innleiðingu vottaðrar umhverfisstjórnunar skv. ISO 14001 hjá fyrirtækinu en Reykjavík Natura fékk vottunina árið 2012. Lesa meira

31.10.2014 : Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle

Arctic circle 2015
Hringborð Norðurslóða "Arctic Circle" heldur sitt annað þing í Hörpunni nú um helgina. Þetta er einstakur alþjóðlegur vettvangur þar sem saman koma ólíkir aðilar til að ræða norðurslóðamál. Megin tilgangur þingsins er að skapa opinn og lýðræðislegan vettvang fyrir umræðu og samstarf um málefni Norðurslóða. Lesa meira

30.10.2014 : Mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu

Ferðahópur á Sprengisandi
Landsnet hefur ákveðið að hefja undirbúning mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu, 220 kV háspennulínu milli Suður- og Norðurlands. Því er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif línunnar og leggja mat á kosti um leiðarval og útfærslur. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Landsnets og er athugasemdafrestur til 20. nóvember næstkomandi. Lesa meira

24.10.2014 : Lofsvert Lagnaverk 2013

Lofsvert lagnaverk 2013
EFLA verkfræðistofa hlaut verðlaunin "Lofsvert Lagnaverk 2013" en verkið sem hlaut viðurkenningu Lagnafélags Íslands að þessu sinni var 4.000 fm nýbygging við verksmiðju- og skrifstofuhús Lýsis hf. á Granda í Reykjavík. Lesa meira

10.10.2014 : EFLA og Studio Granda vinna samkeppni

Göngubrú yfir Markarfljót við Þórsmörk
Tillaga EFLU og arkitektanna á Studio Granda varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni Vina Þórsmerkur og Vegagerðarinnar um nýja göngubrú á Markarfljót við Húsadal. Lesa meira

26.9.2014 : EFLA á Sjávarútvegssýningunni 2014

Sýningarbás EFLU
EFLA verkfræðistofa er með sýningarbás á sjávarútvegssýningunni í Smáranum, dagana 25.-27. september. Lesa meira

23.9.2014 : Rafræn umhverfisskýrsla Landsvirkjunar

EFLA verkfræðistofa hefur frá árinu 2006 aðstoðað við gerð umhverfisskýrslu Landsvirkjunar og hefur unnið að gagnaúrvinnslu og textagerð og síðan 2010 einnig séð um rýni skýrslunnar. Lesa meira

18.9.2014 : Vistferilshugsun á Norðurslóðum

Loftmynd af Kvósinni
Þann 2. - 3. október 2014 verður haldin alþjóðleg ráðstefna á vegum Norræna samstarfsvettvangsins um vistferilsgreiningar (NorLCA) á Hótel Sögu í Reykjavík. Lesa meira

18.9.2014 : Opinn fundur með hagsmunaaðlium í fiskeldi

Laxeldi
OPINN FUNDUR MEÐ HAGSMUNAAÐILUM Í FISKELDI verður haldinn á vegum Rannsóknarhóps í hagnýtum vöruferlum við Háskóla Íslands og EFLU verkfræðistofu á Radisson Blu Saga Hotel Reykjavík, þann 29. september kl. 12:00-17:00, sjá dagskrá hér að neðan. Lesa meira

25.8.2014 : Hljóðráðgjöf Kórsins

Áhorfendur á Justin Timberlake í Kórnum
Íþróttahúsið Kórinn var hljóðhannaður af EFLU verkfræðistofu. Hönnunarmarkmið fyrir hljóðvist íþróttahússins tóku ekki einungis mið af hefðbundinni íþróttanotkun heldur var jafnframt miðað við að hljóðvist salarins myndi henta fyrir stórtónleika. Lesa meira

21.8.2014 : EFLA kemur að skipulagi á stórtónleikum í Kórnum

Justin Timberlake í Kórnum
Stórtónleikar Justin Timberlake fara fram í Kórnum í Kópavogi sunnudaginn 24. ágúst næstkomandi. EFLA verkfræðistofa kemur að undirbúningi tónleikanna en nokkur reynsla er innan EFLU þegar kemur að stórviðburðum sem þessum. Lesa meira

22.7.2014 : Alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík "Global Sustainability Challenges - Northern Approaches"

EFLA verkfræðistofa ásamt Norrænum samstarfsvettvangi um vistferilsgreiningar (NOR LCA), Landsneti, Landsvirkjun, Vistbyggðarráði, Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Danmarks Tekniske Universitet (DTU) standa að alþjóðlegri ráðstefnunni daganna 2. - 3. október 2014 í Reykjavík. Lesa meira

15.7.2014 : Fluglestin

Fluglestin milli Reykjavíkur og Keflavíkur
Ráðgjöf og verkefnastjórnun gerði sl. haust að beiðni fasteignafélagsins Reita frumathugun á raunhæfni þeirrar hugmyndar að tengja alþjóðaflugvöllinn í Keflavík með hraðlest við miðborg Reykjavíkur og var sú vinna kynnt með skýrslu í október 2013. Lesa meira

8.7.2014 : Verkfræðistofa Austurlands sameinast EFLU

EFLA logo
Um síðustu mánaðamót sameinaðist Verkfræðistofa Austurlands EFLU verkfræðistofu. Fyrirtækin tvö hafa verið í umtalsverðu samstarfi undanfarin ár, sem hefur skilað góðum árangri og verið báðum aðilum til hagsbóta. Lesa meira

30.6.2014 : EFLA opnar í Svíþjóð og rammasamningur í höfn

Stokkhólmur
EFLA verkfræðistofa hefur stofnað dótturfélagið EFLU AB í Stokkhólmi. Félagið mun veita sérhæfða þjónustu við háspennulínur og önnur verkefni sem lúta að flutningi og dreifingu raforku. Lesa meira

25.6.2014 : EFLA veitir sjö verkefnum styrk

Samfélagssjóður EFLU
EFLA hefur úthlutað í fjórða sinn úr Samfélagssjóði sínum. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins, en markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og veita styrki til verðugra verkefna. Samtals bárust 93 umsóknir að þessu sinni og hlutu sjö verkefni styrki. Lesa meira

19.6.2014 : EFLA opnar skrifstofu á Þórshöfn

Skrifstofa á Þórshöfn
EFLA verkfræðistofa hefur opnað starfsstöð á Þórshöfn á Langanesi. Starfsstöðin er liður í því að efla EFLU á Langanesi í tengslum við aukin umsvif á svæðinu bæði á Þórshöfn og í Finnafirði. Starfsmenn EFLU sem koma að verkefnum á svæðinu munu hafa aðsetur á Þórshöfn. Lesa meira

3.6.2014 : Blaðamannafundur um Ísgöngin í Langjökli

Blaðamannafundur um Ísgöngin í Langjökli
Í dag var haldinn blaðamannafundur á EFLU til að kynna stöðu verkefnisins um ísgöng í Langjökli. Framkvæmdir hófust snemma í vor og nú hafa verið grafin um 40 metra löng göng inn í jökulinn. Fenginn var til liðs við verkefnið leikmynda- og sýningahönnuðurinn Árni Páll Jóhannsson til að hanna útlit og voru teikningar af Ísgöngunum kynntar á blaðamannafundinum. Einnig var sýnt tölvugert myndband sem verður aðgengilegt síðar meir á vef verkefnisins. Lesa meira

20.5.2014 : Samstarfssamningur undirritaður í ráðherrabústaðnum

Samstarfssamningur um Finnafjörð undirritaður í ráðherrabústaðnum
Í dag var undirritaður formlegur samstarfssamningur á milli EFLU, Bremenports, Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps, sem staðfestir ákvörðun að vinna saman um mat á hagkvæmni alþjóðlegrar umskipunar- og þjónustuhafnar í Finnafirði og ábata fyrir nærliggjandi svæði og sveitarfélög. Viðstödd undirritunina voru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Lesa meira

30.4.2014 : Listaverk afhjúpað í dag

Styttur fyrir framan húsnæði CCP
Eitt af þeim verkefnum sem EFLA hefur fengist við er stjórnun á undirbúningi og uppsetningu listaverks sem einn fremsti listamaður Íslands, Sigurður Guðmundsson, hefur skapað fyrir leikjafyrirtækið CCP. Lesa meira

16.4.2014 : Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðis á Grundartanga

Álver Norðuráls við Grundartanga í Hvalfirði
EFLA hefur tekið saman niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðiðsins á Grundartanga fyrir árið 2013. Þetta er fjórða árið í röð sem EFLA tekur saman niðurstöður þeirra sérfræðinga sem koma að vöktuninni. Norðurál og Elkem Ísland standa að vöktuninni sem fór fram samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem gildir til ársins 2021. Lesa meira

9.4.2014 : Frágangur einangrunar í steyptum útveggjum

Mygla og fúi í lofti og veggjum
Nú nýverið kom saman hópur nokkurra helstu sérfræðinga landsins á sviði raka- og myglumála til þess að ræða þá þróun sem hefur átt sér stað í uppbyggingu steinsteyptra útveggja, einangraða að innanverðu. Markmið hópsins var að vekja athygli á áhættu í uppbyggingu steinsteyptra útveggja svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi tjón af völdum rangrar útfærslu. Lesa meira

9.4.2014 : Rammasamningur í áhættugreiningu í Noregi

Landflutningar - Shutterstock
EFLA verkfræðistofa hefur gengið frá rammasamningi við norsku vegagerðina, Statens Vegvesen, um áhættugreiningar fyrir vegi og jarðgöng. Lesa meira

7.4.2014 : Borvatnsveita Þeystareykjavirkjunar

EFLA verkfræðistofa hefur tekið að sér hönnun og ráðgjöf við uppbyggingu borvatnsveitu fyrir fyrirhugaða 200 MWe jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar við Þeystareyki. Verkefnið snýr að hönnun vatnsveitu fyrir jarðbora á uppbyggingartíma virkjunarinnar ásamt því að útvega vinnubúðum virkjunarinnar köldu neyslu- og brunavatni. Lesa meira

7.4.2014 : Þjónustumiðstöð N1 í Hyrnunni

Þjónustumiðstöð N1 í Hyrnunni Borgarnesi
EFLA verkfræðistofa tók að sér hönnun og ráðgjöf við uppsetningu á kæli- og frystikerfi í þjónustumiðstöð N1 í Hyrnunni í Borgarnesi. Lesa meira

4.4.2014 : Öryggisáhættugreining vegna handritasýningar

Fornminjasýning
EFLA var fengin til að gera öryggisúttekt vegna handritasýningar á Landnámssýningu, en mikil áhersla er á öryggismál vegna handrita, þar sem um mestu gersemar þjóðarinnar er að ræða. Lesa meira

6.3.2014 : Gangsetning Búðarhálsstöðvar

Búðarhálsvirkjun
Búðarhálsstöð, nýjasta aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett 7. mars 2014. Uppsett afl hennar er 95 MW og framleiðir hún um 585 GWst af rafmagni á ári inn á orkukerfi landsmanna. Lesa meira

5.3.2014 : Ísbrotvél fyrir gangagerð á Langjökli

Ísbrotsvél vegna gangagerðar í Langjökli
Innan skamms hefjast framkvæmdir við gerð Ísganga á Langjökli. Hluti verkefnisins er hönnun og smíði á sérhæfðri brotvél sem mala mun niður hjarn og ís við gangagerðina. Mikil heimildaleit leiddi í ljós að líklega hefur slík brotvél fyrir jökulís aldrei verið smíðuð í heiminum Lesa meira

28.2.2014 : Byggingaframkvæmd Alvogen

Rannsóknarmiðstöð Alvotech við Sæmundargötu
Í Vatnsmýrinni í Reykjavík er verið að byggja þrettán þúsund fermetra hátæknisetur Alvogen. EFLA er ráðgjafi Alvogen í verkefninu og sér um hönnun burðarvirkja og rafkerfa, hljóðráðgjöf, brunahönnun, kostnaðaráætlanir, verkefnisstjórn og eftirlit með framkvæmdum. Lesa meira

21.2.2014 : Stöðug uppbygging og þróun

Omega fitusýrur aðskildar
Lýsi gangsetti nýja verksmiðju árið 2005. Þessi verksmiðja er ein sú glæsilegasta í heiminum og hefur gengið framar öllum vonum. Það hefur verið stöðug uppbygging og þróun síðan verksmiðjan var gangsett. Árið 2007 fékk verksmiðjan lyfjaframleiðsluleyfi frá Lyfjaeftirliti ríkisins, þá hófst einnig framleiðsla á Omega þykkni. 2012 var gangsett ný verksmiðja við hlið þeirri gömlu og framleiðslugetan tvöfölduð. Árið 2013 var síðan nýjum afkastamiklum eimara bætt við. Lesa meira
Síða 1 af 2