Fréttir


Fréttir: febrúar 2014

Fyrirsagnalisti

28.2.2014 : Byggingaframkvæmd Alvogen

Rannsóknarmiðstöð Alvotech við Sæmundargötu
Í Vatnsmýrinni í Reykjavík er verið að byggja þrettán þúsund fermetra hátæknisetur Alvogen. EFLA er ráðgjafi Alvogen í verkefninu og sér um hönnun burðarvirkja og rafkerfa, hljóðráðgjöf, brunahönnun, kostnaðaráætlanir, verkefnisstjórn og eftirlit með framkvæmdum. Lesa meira

21.2.2014 : Stöðug uppbygging og þróun

Omega fitusýrur aðskildar
Lýsi gangsetti nýja verksmiðju árið 2005. Þessi verksmiðja er ein sú glæsilegasta í heiminum og hefur gengið framar öllum vonum. Það hefur verið stöðug uppbygging og þróun síðan verksmiðjan var gangsett. Árið 2007 fékk verksmiðjan lyfjaframleiðsluleyfi frá Lyfjaeftirliti ríkisins, þá hófst einnig framleiðsla á Omega þykkni. 2012 var gangsett ný verksmiðja við hlið þeirri gömlu og framleiðslugetan tvöfölduð. Árið 2013 var síðan nýjum afkastamiklum eimara bætt við. Lesa meira

21.2.2014 : Steinsteypudagurinn 2014

Steypurannsóknir
Steinsteypudagurinn 2014 fer núna fram á Grand Hótel. Fjölmörg erindi verða flutt á ýmsum sviðum, þar á meðal frá EFLU. Lesa meira

17.2.2014 : Nýtt launaflsvirki Landsnets á Grundartanga

Launaflsvirki við Klafastaði
Á Klafastöðum á Grundartanga hefur Landsnet nú tekið í notkun nýtt launaflsvirki, thyristorstýrt SVC virki. Grundartangi er stærsti álagspunkturinn í kerfi Landsnets og truflanir á raforkuafhendingu þar geta haft mikil áhrif á rekstur alls kerfis Landsnets. Lesa meira

17.2.2014 : EFLA er framúrskarandi

Framúrskarandi fyrirtæki 2013
EFLA verkfræðistofa er í 46. sæti á lista Creditinfo 2013 í mati á fjárhagslegum styrk og stöðugleika fyrirtækja. EFLA er jafnframt eitt af 115 fyrirtækjum sem náð hafa þeim árangri að vera á listanum síðustu fjögur árin eða allt frá upphafi. Lesa meira

13.2.2014 : Hjólaleiðir hlutu nýsköpunarverðlaun

Hjólaleiðir á íslandi hlaut Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands
Verkefnið Hjólaleiðir á Íslandi hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands. Verkefnið var unnið af starfsmönnum EFLU verkfræðistofu, þeim Evu Dís Þórðardóttur sem kemur frá Háskólanum í Reykjavík og Gísla Rafni Guðmundssyni sem kemur frá Háskólanum í Lundi. Leiðbeinendur þeirra voru þau Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Ólafur Árnason starfsmenn EFLU. Lesa meira

7.2.2014 : EFLA endurnýjar samninga við Statnett

420 kV háspennulína í Noregi
EFLA verkfræðistofa hefur undanfarin ár unnið að undirbúningi og hönnun vegna byggingar á 150 kílómetra, 420 kV háspennulínu sem Statnett er að fara að byggja í Norður Noregi. Nú fara framkvæmdir að hefjast við byggingu línunnar og fékk EFLA nú um áramótin endurnýjaða verksamninga í tengslum við verkefnið. Lesa meira

7.2.2014 : Vetrarhátíð Reykjavíkur og EFLA

Lýsingarhönnun á Vetrarhátíð í Reykjavík
Vetrarhátíð Reykjavíkur var sett í gær. Listaverk sem kallast "Styttur borgarinnar vakna" er ljóslistaverk sem tveir starfsmenn EFLU, þeir Kristján Gunnar Kristjánsson lýsingahönnuður og Arnar Leifsson rafiðnfræðingur unnu. Ljósverkið gengur út á það að nota margmiðlunartækni og RGB - LED lýsingu til að vekja stytturnar til lífs. Lesa meira