Fréttir


Fréttir: júní 2014

Fyrirsagnalisti

30.6.2014 : EFLA opnar í Svíþjóð og rammasamningur í höfn

Stokkhólmur
EFLA verkfræðistofa hefur stofnað dótturfélagið EFLU AB í Stokkhólmi. Félagið mun veita sérhæfða þjónustu við háspennulínur og önnur verkefni sem lúta að flutningi og dreifingu raforku. Lesa meira

25.6.2014 : EFLA veitir sjö verkefnum styrk

Samfélagssjóður EFLU
EFLA hefur úthlutað í fjórða sinn úr Samfélagssjóði sínum. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins, en markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og veita styrki til verðugra verkefna. Samtals bárust 93 umsóknir að þessu sinni og hlutu sjö verkefni styrki. Lesa meira

19.6.2014 : EFLA opnar skrifstofu á Þórshöfn

Skrifstofa á Þórshöfn
EFLA verkfræðistofa hefur opnað starfsstöð á Þórshöfn á Langanesi. Starfsstöðin er liður í því að efla EFLU á Langanesi í tengslum við aukin umsvif á svæðinu bæði á Þórshöfn og í Finnafirði. Starfsmenn EFLU sem koma að verkefnum á svæðinu munu hafa aðsetur á Þórshöfn. Lesa meira

3.6.2014 : Blaðamannafundur um Ísgöngin í Langjökli

Blaðamannafundur um Ísgöngin í Langjökli
Í dag var haldinn blaðamannafundur á EFLU til að kynna stöðu verkefnisins um ísgöng í Langjökli. Framkvæmdir hófust snemma í vor og nú hafa verið grafin um 40 metra löng göng inn í jökulinn. Fenginn var til liðs við verkefnið leikmynda- og sýningahönnuðurinn Árni Páll Jóhannsson til að hanna útlit og voru teikningar af Ísgöngunum kynntar á blaðamannafundinum. Einnig var sýnt tölvugert myndband sem verður aðgengilegt síðar meir á vef verkefnisins. Lesa meira