Fréttir


Fréttir

Staða salernismála á ferðamannastöðum

30.5.2016

Stjórnstöð ferðamála óskaði eftir ráðgjöf EFLU varðandi umfang á skorti á salernisaðstöðu um landið og forgangsröðun staða þar sem nauðsynlegt þykir að fjölga salernum fyrir ferðamenn til að geta með bættu móti tekið á móti þeim mikla fjölda ferðamanna sem búist er við á komandi árum.
  • Aldeyjarfoss

Ljóst er að mismunandi staða skipulagsmála á hverjum stað og mismunandi eignarhald á ferðamannastöðum og landi þar við kallar á sérstaka nálgun fyrir hvern stað. Þar af leiðandi er ekki raunhæft að ætla að leysa þennan vanda fyrir allt landið í einum áfanga en vinna EFLU miðar að því að hægt sé að forgangsraða þeim stöðum á landinu þar sem mikilvægast þykir að fjölga salernum og leggja áherslu á að bæta salernisaðstöðu á þessum völdu stöðum sem fyrst, þar sem skipulagsmál og eignarhald heimila skjótar aðgerðir.

Í þessari fyrstu áfangaskýrslu er farið yfir stöðu salernismála á ferðamannastöðum. Samráð var haft við leiðsögumenn, rútubílstjóra, fulltrúa þjóðgarða, fulltrúa sveitarfélaga og fleiri aðila sem hafa ólíka aðkomu að viðfangsefninu til að afla upplýsinga um ástand og stöðu salernismála á ferðamannastöðum um land allt. Einnig var skoðað hvort að fýsilegt væri koma upp bráðabirgðalausnum sumarið 2016 við ferðamannastað þar sem ástandið væri hvað verst. Niðurstaðan úr þeirri athugun var að slíkt væri ekki fýsilegt og áherslan ætti að vera á að hraða uppbyggingu varanlegra lausna.

Uppbygging aðstöðu fyrir ferðamenn - Staða salernismála á ferðamannastöðum

The Ministry for Foreign Affairs in Iceland - Directorate for International Development Cooperation and the Nordic Development Fund (NDF) are co-financing the ICEIDA/NDF Geothermal Exploration Project. The project is the initial phase of the Geothermal Compact partnership, initiated jointly by Iceland and the World Bank.