Fréttir


Fréttir

Fagsviðið Hús og heilsa leitar að liðsauka

24.4.2017

EFLA leitar að áhugasömum starfsmönnum til starfa á fagsviðinu Húsi og heilsu sem heyrir undir byggingarsvið fyrirtækisins.

  • Liðsauki

Saman mynda starfsmenn sviðsins öflugt og samhent teymi. Nýjum starfsmönnum á sviðinu gefst tækifæri til þess að taka þátt í spennandi þróunarstarfi sviðsins þar sem viðfangsefnin eru þverfagleg. Þau snúa að byggingaframkvæmdum, úttektum, rannsóknum og greiningu á göllum, viðhaldsráðgjöf, byggingareðlisfræði, rakaflæði, loftskiptum, lýsingu, hljóðvist, öryggi, heilbrigði, raka, myglu, loftgæðum og innivist.

Líffræðingur

• Háskólamenntun í líffræði eða öðrum raunvísindum sem nýtist í starfi
• Reynsla af byggingaframkvæmdum og úttektum er kostur
• Reynsla af sýnatöku og greiningu er kostur
• Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar
• Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
• Færni í textagerð

Verk-, tækni- eða byggingafræðingur

• Iðnmenntun í húsasmíði
• Háskólamenntun í verk-, tækni- eða byggingafræði
• Reynsla af byggingaframkvæmdum og úttektum
• Færni í framsögu og kynningum
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð ásamt því að geta unnið vel í hópi
• Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt, fyrir 5. maí næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað.