Fréttir


Fréttir

EFLA er framúrskarandi fyrirtæki

24.1.2018

EFLA er í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt mati Creditinfo. EFLA er í hópi 855 fyrirmyndarfyrirtækja sem þessa viðurkenningu hljóta, sem samsvarar um 2,2% skráðra fyrirtækja á Íslandi, en um 38.500 fyrirtæki eru skráð í hlutafélagaskrá.

  • Framúrskarandi EFLA 2010-2017

EFLA er að auki í hópi 84 fyrirtækja hafa ávallt staðist skilyrði Creditinfo frá upphafi þessa mats sem hófst fyrir 8 árum.

Á hverju ári framkvæmir Creditinfo greiningu um fjárhagslegan styrk og stöðugleika fyrirtækja og þau fyrirtæki sem komast á lista framúrskarandi fyrirtækja eiga það sameiginlegt að vera með sterkar stoðir og stöðugleika í sínum rekstri. Þau eru jafnframt líkleg til að efla hag hluthafa og fjárfesta.

Hvað gerir fyrirtæki að framúrskarandi fyrirtæki að mati Creditinfo?

  • Er í lánshæfisflokki 1-3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður síðustu þrjú rekstrarár
  • Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú síðustu rekstrarár
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira síðustu þrjú rekstrarár
  • Eignir a.m.k. 90 m.kr á síðasta rekstrarári og 80 m.kr tvö rekstrarár þar á undan
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Ársreikningi skilað á réttum tíma

Nánar um framúrskarandi fyrirtæki á vef Creditinfo