Fréttir


Fréttir

EFLA með tvö erindi á Degi verkfræðinnar

4.4.2018

Föstudaginn 6. apríl, verður Dagur verkfræðinnar haldinn á Hilton Reykjavík Nordica. Markmiðið með deginum er að kynna verkfræðina, spennandi störf og verkefni á sviðinu ásamt því að efla tengsl og samheldni innan greinarinnar. Starfsfólk EFLU tekur virkan þátt í deginum og flytja tveir starfsmenn okkar erindi.

  • Brú í Hafnarfirði - EFLA
    Göngubrú yfir Reykjanesbraut í Hafnarfirði.

Hannað og byggt á umhverfisvænni hátt

Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðstjóri umhverfissviðs EFLU, ætlar að fjalla um hvernig hægt er að hanna og byggja á umhverfisvænni hátt. Hvaða þættir skipta máli þegar kemur að umhverfisáhrifum bygginga, hvernig hægt er að nýta vistferilsgreiningar í hönnunarferlinu og hvar í ferlinu helstu áhrifin verða. Þá verða tekin dæmi um niðurstöður greiningar á íslenskum byggingum og byggingarefnum.

Helga J. BjarnadóttirHelga Jóhanna Bjarnadóttir

Íslensk hönnun göngubrúa

Magnús Arason, fagstjóri brúasviðs EFLU, mun fjalla um hönnun brúa og verkefni tengd samgöngumálum. Sagt verður frá áhugaverðum verkefnum á Íslandi og í Noregi, en heilmikil uppbygging á göngu- og hjólastígum í Osló stendur yfir um þessar mundir sem EFLA tekur þátt í, meðal annars með hönnun á göngubrúm.

Magnús ArasonMagnús Arason

Dagur verkfræðinnar hefst kl 13.00, föstudaginn 6. apríl og er aðgangur ókeypis. Hægt er að skoða dagskrá og skrá þátttöku á vef Verkfræðingafélags Íslands.