Fréttir


Fréttir

Endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar

Aðalskipulag, Bláskógabyggð, Skipulag, Skipulagsstofnun

30.5.2018

EFLA hefur undanfarið unnið að endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. Í því er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjón­ustu­kerfi, veitur, íbúðabyggð, sumarhúsabyggð, ýmiss konar atvinnusvæði, verndar­svæði o.fl. 

  • Aðalskipulag Bláskógabyggðar
    Yfirlitsmynd af Laugarási sem er hluti af Bláskógabyggð.

Skipulagsstofnun hefur staðfest aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027 og tekur það til alls lands innan sveitarfélagsins. Hægt er að nálgast aðalskipulagið á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.

Hvað er aðalskipulag?

Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir eitt sveitarfélag og tekur til alls lands viðkomandi sveitarfélags. Í aðalskipulagi setur sveitarstjórn fram stefnu sína um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu‐ og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu til minnst tólf ára. Í aðalskipulagi er lagður grundvöllur fyrir deiliskipulagsgerð einstakra svæða í sveitarfélaginu.

Við gerð aðalskipulags skal byggt á markmiðum skipulagslaga, fyrirliggjandi áætlunum sem varða sveitarfélagið og áætlunum um þróun og þarfir sveitarfélagsins á skipulagstímabilinu. Sveitarstjórn ber að vinna að aðalskipulagi í samráði við íbúa sveitarfélagsins og aðra hagsmunaaðila, auk þess sem sveitarstjórn ber að leita til ýmissa opinberra aðila við mótun aðalskipulagsstefnunnar.

Aðalskipulag tekur gildi þegar það hefur verið samþykkt af sveitarstjórn og staðfest af Skipulagsstofnun, en áður þarf að hafa farið fram kynning á hinni endanlegu skipulagstillögu.

Aðalskipulag BláskógabyggðarGræna svæðið sýnir afmörkun Bláskógabyggðar.