Fréttir


Fréttir

Fjölmennt EFLU þing um lýsingarhönnun

8.9.2017

EFLU þingið LED byltingin…. og hvað svo? var haldið í morgun, föstudaginn 8. september. Markmið með EFLU þingi er að fræða og skapa grundvöll fyrir umræðu um samfélagsleg málefni og málefni líðandi stundar. 

Að þessu sinni var umræðuefnið lýsingarhönnun með LED tækninni, en síðustu áratugi hefur LED tæknin þróast hraðar en nokkur tækni á sviði lýsingar, og um að ræða eina mestu byltingu í lýsingartækni frá upphafi.

  • EFLU þing
    Fyrirlesarar og fundarstjóri EFLU þings

EFLU þingið var afar vel sótt og voru samankomnir 110 aðilar víðsvegar úr greininni til að fræðast meira um LED byltinguna.

Fyrirlesarar málþingsins voru lýsingarhönnuðirnir, Ágúst Gunnlaugsson og Kristján Gunnar Kristjánsson frá EFLU, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, frá Ljóstæknifélaginu og Kevan Shaw, frá KSLD í Skotlandi. Davíð Eysteinn Sölvason, fagstjóri hjá EFLU, var fundarstjóri.

Ljósvistaskipulag fyrir sveitarfélög

Kristján Gunnar Kristjánsson fjallaði um lýsingarmálefni m.t.t. stefnumörkunar fyrir sveitarfélög með tilkomu LED lýsingarinnar og sagði m.a. frá nokkrum áhugaverðum verkefnum sem hann hefur unnið að í Skotlandi.

Hver á að stilla ljósin?

Rósa Dögg Þorsteinsdóttir fjallaði um mikilvægi þess að lýsingarhönnuðir fylgi verkum sínum eftir, allt frá upphafi hönnunar til lokaúttektar á verkstað.

Hugsað út fyrir boxið

Ágúst Gunnlaugsson sagði frá hinum ýmsu áskorunum í lýsingarhönnun sem hann hefur staðið frammi fyrir við erfiðar aðstæður, eins og t.d. í ísgöngum og hellum, og að án LED tækninnar hefði lýsingarhönnun ekki verið möguleg á slíkum stöðum.

Understanding the LED technology innovation

Kevan Shaw, margverðlaunaður lýsingarhönnuður frá Skotlandi, ræddi að lokum um þróun lýsingartækninnar og hversu margt hafi breyst með tilkomu LED. Tækninni fleytti sífellt áfram og væri því áríðandi fyrir lýsingarhönnuði að bæta stöðugt við þekkingu sína og tileinka sér nýja tækni.

Við þökkum gestum EFLU þings fyrir komuna og fyrirlesurunum fyrir góða og áhugaverða umfjöllun. Á vefnum okkar má finna allar nánari upplýsingar um lýsingarhönnun EFLU.

EFLU þingKevan Shaw

EFLU þingDavíð Eysteinn Sölvason

EFLU þingFjölmenni á EFLU þinginu

EFLU þingÁgúst Gunnlaugsson

EFLU þingGestir EFLU þings

EFLU þingKristján Gunnar Kristjánsson

EFLU þingGestir frá EFLU þingi

EFLU þing - Rósa Dögg ÞorsteinsdóttirRósa Dögg Þorsteinsdóttir