Fréttir


Fréttir

Fyrsta námskeiði Vísindaskóla unga fólksins að ljúka

29.6.2017

Vísindaskóli unga fólksins er verkefni sem Samfélagssjóður EFLU styrkti nú á vordögum. Vísindaskólinn er fyrir áhugasöm og fróðleiksfús börn á aldrinum 11-13 ára með það að leiðarljósi að bjóða upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu.

  • Forritun við Vísindaskóla Unga fólksins

Vísindaskólinn er staðsettur í Háskólanum á Akureyri og er kennt í eina viku í senn. Námskeiðinu er skipt upp í fimm daga og á hverjum degi takast börnin á við nýtt viðfangsefni. Þemu Vísindaskólans í ár eru:

  • Það er bara ein jörð - Umhverfislögga
  • Gleðisprengja í hljóð og mynd
  • Það er leikur að læra forritun
  • Tilraunaeldhúsið - Hvað er matur?
  • Við erum ekki öll eins 

Margir styrktaraðilar koma að vísindaskólanum og er EFLA í hópi þeirra. Samfélagssjóður EFLU veitti skólanum styrk fyrir verkefninu „Það er leikur að læra forritun“.

Fullbókað var á fyrsta námskeiðið sem nú er að ljúka og bjartir tímar framundan hjá þessu flotta verkefni. EFLA óskar Vísindaskólanum innilega til hamingju með styrkinn og velfarnaðar í komandi framtíð.