Fréttir


Fréttir

Málefni veitufyrirtækja rædd á Fagþingi Samorku

Samorka, Fagþing, Fráveitur, Veitur, Hitaveitur, Vatnsveitur

16.5.2018

Fagþing Samorku um málefni veitufyrirtækja, þ.e. hita- vatns- og fráveitna, verður haldið 23.-25. maí í Hveragerði. Starfsfólk EFLU á sviði veitumála sækir ráðstefnuna og flytja þar fjögur erindi. 

  • Fagþing Samorku
    Fagþing Samorku 2018 fer fram í Hveragerði 23.-25. maí.

Á Fagþinginu koma saman aðilar sem starfa í geiranum og ræða það sem efst er á baugi í veitumálum. Dagskráin er afar fjölbreytt með blöndu af fróðleik, fyrirlestrum, sýnikennslu, vettvangsferð og skemmtun. 

Sölusýning fagaðila verður á svæðinu og verður EFLA með kynningarbás. Þátttakendur ráðstefnunnar eru hvattir til að koma við á básinn og spjalla við okkar fólk á sviði veitna. Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á vef Fagþingsins.

Starfsfólk EFLU flytja eftirfarandi erindi

Helga J. Bjarnadóttir

Loftslagsbókhald hita-, vatns- og fráveitna

Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissvið

Reynir Sævarsson

Fráveitumál við vatnsmiklar ár

Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna og vatnsveitna


Ragnhildur Gunnarsdóttir

Fráveitumál við Mývatn: Endurnýting svartvatns

Ragnhildur Gunnarsdóttir, umhverfisverkfræðingur og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps

Anna Heiður

Þola vatnsveitukerfin næsta eldsvoða? Stórbruninn í Miðhrauni kortlagður

Anna Heiður Eydísardóttir, umhverfisverkfræðingur