Fréttir


Fréttir

Kolefnisspor íslenskrar steinullar metið

16.11.2017

EFLA gerði vistferilsgreiningu fyrir steinull framleidda hjá Steinull hf á Sauðárkróki. Vistferilsgreiningar eru m.a. notaðar til að reikna kolefnisspor eða vistspor vöru og þjónustu og er greiningin sú fyrsta sem unnin hefur verið fyrir íslenskt byggingarefni.

  • Steinull-2

Opið hús um vistvænar byggingar

BYKO hélt morgunverðarfund þann 27. október síðastliðinn og var umræðuefnið vistvæn byggingarefni og vistvænar byggingar. Þar kynnti Sigurður B. Pálsson, forstjóri Byko, aukna áherslu fyrirtækisins á vistvæn byggingarefni. Finnur Sveinsson, frá Visthúsi, sagði frá framkvæmdum við fyrsta Svansvottaða íbúðarhússins á Íslandi, sem notaði íslenska steinull frá Steinull hf. Þá kynnti Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir starfsemi Vistbyggðarráð og Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs EFLU, kynnti niðurstöður vistferilsgreiningar fyrir íslenska steinull. 

Erindi EFLU

Vistferilsgreiningar geta verið flóknar og oft nokkuð fræðilegar en margir umhverfisáhrifaþættir eru skoðaðir. Í erindinu lagði Helga áherslu á kolefnisspor steinullarinnar og setti efnið fram á sem einfaldastan máta. 

Helmingi lægra kolefnisspor

Niðurstöður vistferilsgreiningarinnar sýndu að steinull sem framleidd er hjá Steinull hf. á Sauðárkróki hefur, þrátt fyrir flutninga til meginlands Evrópu, að minnsta kosti helmingi lægra kolefnisspor en sambærileg erlend steinull.