Mat á
umhverfisáhrifum

Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda (MÁU) er ferli sem notað er við að meta hugsanleg umhverfisáhrif framkvæmda á kerfisbundin hátt.  Ferli þetta er nauðsynlegur þáttur í undirbúningi stærri framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum.

 

Sérfræðiþekking á mörgum sviðum

MÁU teymi EFLU samanstendur af fjölbreyttum hópi sérfræðinga með mikla reynslu.  Auk þeirra sérfræðinga sem starfa innan Eflu leggur fyrirtækið mikla áherslu á að vinna með helstu aðilum hvers fagsviðs og hefur því komið sér upp öflugu tengslaneti við sérfræðinga utan stofunnar.

 

Sérfræðiþekking okkar nær meðal annars til eftirfarandi sviða:

 • Hljóðvist
 • Samgöngur
 • Sorpmál
 • Frárennslismál
 • Jarðvegsmengun
 • Vatnsgæði og grunnvatnsmengun
 • Loftgæði
 • Jarðtækni
 • Félagsleg áhrif
 • Ferðaþjónusta og stjórnun náttúruauðlinda
 • Landslag og sjónræn áhrif
 • Gróður og dýralíf
 • Fornleifar

 

Gæði, hlutleysi og samráð

Í vinnu við mat á umhverfisáhrifum leggur EFLA áherslu á:

 • Markvissa aðferðafræði
 • Hlutleysi í umfjöllun
 • Virku samráði við almenning og hagsmunaaðila frá byrjun verkefnis
 • Aðlögun verkefnisferla fyrir hvert verkefni fyrir sig
 • Skýra og myndræna kynningu

 

Víðtæk reynsla í MÁU

Sérfræðingar EFLU hafa unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði mats á umhverfisáhrifum framkvæmda. Dæmi um framkvæmdir:

 • Samgöngumannvirki í þéttbýli
 • Vegagerð í dreifbýli
 • Efnistaka
 • Háspennulínur
 • Snjóflóðavarnir
 • Urðunarstaðir
 • Vatnsaflsvirkjanir
 • Þauleldi grísa og alifugla
DEILA Email PLG_ITPSOCIALBUTTONS_SUBMIT
Prentvæn útgáfaPrentvæn útgáfa