Rannsóknir
og
nýsköpun

cable_drums_crop

Síbreytilegt umhverfi og kröfur til verkfræði krefst þróunar á aðferðum og lausnum sem tæknifyrirtæki eins og EFLA beitir í þágu viðskiptavina sinna. Rannsóknir og nýsköpun eru mikilvægur og vaxandi þáttur í starfsemi EFLU. Virk þátttaka í rannsóknum ásamt faglegri mælingastarfsemi og vottaðri rannsóknastofu eru meðal þess sem við leggjum af mörkum til að ná fram því takmarki okkar að vera í fararbroddi á sviði tækni og vísinda.

 

Til að leggja áherslu á nýsköpun og rannsóknir er sérstakt RANNSÓKNAR- OG NÝSKÖPUNARSVIÐ EFLU. Innan þessa sviðs fyrirtækisins starfa verkfræðingar, vísindamenn og tæknifólk ásamt öðru því fagfólki sem til þarf svo að hægt sé að bjóða viðskiptavinum upp á sérhæfða tækniþjónustu á hæsta gæðastigi.

 

Til þessa sviðs heyrir Rannsóknarstofa EFLU. Hún hefur sérhæfða rannsóknaraðstöðu og er vel tækjum búin til að sinna mælingum og leysa verkefni á fjölþættum sviðum. Verkefnin eru ýmist unnin sjálfstætt eða í samstarfi við aðra, til að mynda rannsóknastofnanir, háskóla, fyrirtæki eða aðra þá sem sérþekkingu hafa á viðkomandi sviði.

 

Áherslusvið og sérhæfing Rannsóknarstofu EFLU eru meðal annars:

 • Steinsteypurannsóknir
 • Jarðefna- og jarðtækni rannsóknir
 • Efnagreiningar/mengunarmælingar
 • Malbiksrannsóknir
 • Hljóðmælingar
 • Vind- og ísingarrannsóknir
 • Mygla í húsum/byggingareðlisfræði
 • Orkurannsóknir
 • Umferðartækni
 • Umhverfisrannsóknir/LCA- og LCC greiningar
 • Sveiflugreiningar/ástandsvöktun mannvirkja
 

NÁNARI

UPPLÝSINGAR:

Sviðsstjóri
Baldvin Einarsson
Sími: 412 6043
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

DEILA Email PLG_ITPSOCIALBUTTONS_SUBMIT
Prentvæn útgáfaPrentvæn útgáfa