SAMGÖNGUR

mislaeg_gatnamot_a_crop

Samgöngur á landi og ótal tækni- og verkfræðilegar lausnir í þeim efnum eru meðal umfangsmestu úrlausnarefna samfélagsins.

 

EFLA hefur lengi staðið fyrir þaulreyndri en líka nýstárlegri ráðgjöf á þessu sviði og boðið fram traustar, hagkvæmar og sveigjanlegar lausnir.  Nokkur verkefna Samgöngusviðs hafa unnið til verðlauna.

 

Samgöngusvið EFLU leggur metnað í að veita viðskiptavinum alhliða þjónustu til að auka öryggi og skilvirkni í umferðinni, hvort sem það á við vélknúin ökutæki, reiðhjól eða umferð gangandi fólks.  Ráðgjöf sviðsins er altæk hvort sem er í umferðartækni, skipulagi umferðar, hönnun mannvirkja, tillögum um aukið umferðaröryggi og við ráðgjöf um viðhald gatna.

 

Starfsmenn Samgöngusviðs hafa verið virkir í almennri umræðu um umferðarmál og umferðaröryggi og staðið fyrir fjölmörgum rannsóknarverkefnum, ásamt því að birta greinar í fagtímaritum og blöðum.

 

Þjónusta Samgöngusviðs EFLU innifelur m.a.:

  • Brúahönnun
  • Hönnun vega og gatna
  • Landmælingar
  • Umferðarskipulag
  • Umferðartækni
  • Umferðaröryggi

 

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Sviðsstjóri

Guðmundur Guðnason

Sími: 412 6000   Beint: 412 6086

Fax: 412 6001

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

DEILA Email PLG_ITPSOCIALBUTTONS_SUBMIT
Prentvæn útgáfaPrentvæn útgáfa