Hávaðastjórnun

Hávaði, Stjórnun hávaða, Umhverfishávaði, Hljóðvist, Hljóðtruflun

Hávaði í umhverfinu og innan bygginga er vaxandi vandamál. EFLA veitir ráðgjöf til að sporna við hávaðaútbreiðslu og við að draga úr og einangra fyrir hávaða.

Tengiliður

Viðunandi hljóðstig og hljóðvist eru þættir sem hafa mikil áhrif á afkastagetu starfsmanna í framleiðslufyrirtækjum. Áreiti frá tæknibúnaði kann að hafa afgerandi áhrif á einbeitingu og hversu lengi starfsmaður getur unnið án þess að finna fyrir þreytu. Þar sem samskipti eru mikilvæg þarf að sporna við bakgrunnshávaða eða nota réttan búnað til að auðvelda samskipti. Af þeim sökum er góð hljóðvist og hávaðastjórnun mikilvæg á vinnustöðum.

Huga að öryggi starfsmanna

Þar sem hávaði er mikill þarf að huga vel að öryggi starfsmanna, þ.e. að ekki sé hætta á slysum sem rekja má beint eða óbeint til hávaða. Þá er afar mikilvægt að viðvörunarmerki berist til allra starfsmanna, jafnt þeirra sem nota heyrnahlífar og annarra.

Hljóðvist og tengsl við heilsufar

Hljóðvist og hávaði í starfsumhverfi hefur mikil áhrif á heilsufar, afköst, líðan og almenn samskipti fólks

Kortlagning á hávaða í fyrirtækjum

Með kortlagningu á hávaða í fyrirtækjum fást mikilvægar upplýsingar. Nýta má niðurstöðurnar sem hönnunarforsendur fyrir viðvörunarkerfi og til að búa til hávaðakort sem upplýsingaplagg til yfirvalda og/eða starfsmanna. Reikna má heildarhljóðáraun hvers starfsmanns eftir tímalengd hans á hverjum stað í fyrirtækinu. Í kjölfar athugunar á hljóðáraun starfsmanns má nýta hugbúnað til þess að finna heyrnarhlífar sem henta viðkomandi starfsmanni. 

Með kortlagningu má einnig skoða möguleika og virkni á hljóðskermingum til að sporna við hávaðaútbreiðslu, hvort sem er utan- eða innandyra. Þannig má koma í veg fyrir að hávaði mælist yfir mörkum á svæðum þar sem kröfur gilda eða starfsfólk er að störfum.

Huga þarf að hljóðstigi frá öllum vélbúnaði og öllum tæknibúnaði s.s. lyftu, loftræsisamstæðum, þakblásurum, tölvuþjónum, lögnum o.fl. Einnig er mikilvægt að hljóðeinangrun skilflata uppfylli settar kröfur hverju sinni til að lágmarka bakgrunnshávaða og tryggja að samtöl heyrist ekki milli rýma.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Kortlagning á hávaða
  • Hávaðakort búið til
  • Heildarhljóðáraun metin

Tengd þjónusta



Var efnið hjálplegt? Nei