Skjákerfi

Framleiðsluferli, Tækjabúnaður, Stýrikerfi, Skjástýrikerfi, Scada, Framleiðslukerfi, Stjórnkerfi, Skjámyndakerfi

Megin tilgangur skjákerfa er að veita rekstraraðilum yfirsýn yfir framleiðsluferli og stöðu ásamt stjórnun tækjabúnaðar. 


Sérfræðingar EFLU hafa  víðtæka reynslu í hönnun og rekstri skjákerfa fyrir framleiðslu- og mælikerfi.

Tengiliðir

Skjákerfi er eins konar gluggi inn í stýrivélar sem gerir upplýsingar aðgengilegar fyrir rekstraraðila framleiðslukerfa. Skjákerfi veita möguleika á að halda utan um síritun mæligilda og meðhöndlun aðvarana. 

Þannig veita skjákerfi rekstraraðilum framleiðslu-/stjórnkerfa öfluga yfirsýn yfir rekstur kerfanna. 

Skjákerfi geta dregið úr mannskapsþörf við vöktun og stjórnun búnaðar, auk þess sem oft á tíðum er hægt að færa hluta vinnunar í öruggara umhverfi. Miklir möguleikar eru í greiningu á áreiðanleika tækjabúnaðar út frá meðhöndlun aðvarana og mæligilda framleiðslunnar m.t.t. rekstrar- og öryggisþátta.

Yfirsýn og aðgengilegar upplýsingar 

Með skjákerfi er aðgengi að upplýsingum úr framleiðslukerfum tryggt og auðveldara að ná upplýsingum úr kerfinu sem aðstoða við alla greiningu og mælingu á framleiðsluferlum. 

Á meðal þjónustusviða eru

  • Þarfagreining á skjákerfislausnum
  • Hönnun á kerfisuppbyggingu
  • Val á búnaði
  • Tenging skjákerfa við gagnagrunn verksmiðju
  • Forritun skjákerfa
  • Innleiðing ferla og prófanir
  • Þjónusta við ýmsar gerðir skjákerfa
  • Gerð útboðsgagna
  • Kennsla og þjálfun rekstrar- og þjónustuaðila

Hvenær á skjákerfi rétt á sér?

Í öllum tilfellum þar sem rekstraraðilar þurfa að öðlast bætta sýn á framleiðslu-/stjórnkerfi sín ásamt tilfellum þar sem skráningar mæligilda er krafist.

Tengd þjónusta



Var efnið hjálplegt? Nei