Vegir og götur

Skilvirkar og áreiðanlegar samgöngur eru mikilvægar í okkar daglega lífi. EFLA sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði samgangna, allt frá einföldum vegamótum til mjög flókinna innviðaverkefna.

Traffic street, cars drive in two lanes, traffic sign in the middle of the picture, vegetation and houses in the background and at the very back a blue mountain

Öruggt og sjálfbært vegakerfi

Vegakerfi nútímans verða að uppfylla fjölmörg nauðsynleg skilyrði. Kerfin þurfa að takast á við aukna umferð á vegum, tryggja öllum notendum öryggi og stuðla að því að áhrif á umhverfið séu sem minnst. Við hjá EFLU setjum fram hagnýtar lausnir, gerum heildaráætlanir og veitum ráðgjöf í umferðar- og samgönguverkefnum. Sérfræðingar EFLU styðjast við nýjustu aðferðir og þrívíddarverkfæri við hönnun vega og gatna.

Stjórnun vegaframkvæmda

Þverfagleg hönnun er lykilatriði í nálgun okkar. Hjá EFLU höfum við þekkingu á ýmsum sviðum og vinnum náið með viðskiptavinum að bestu lausninni. Veðurfar á Íslandi er einnig áhrifaþáttur sem reikna þarf með í hönnun lausna. Árangursrík verkefnastjórnun skiptir sköpum í umfangsmiklum innviðaverkefnum og við leggjum mikla áherslu á að upplýsingaflæði sé með besta móti. EFLA hefur vottanir í gæðastjórnunarkerfum (ISO 9001), umhverfisstjórnunarkerfum (ISO 14001) og vinnuverndarstjórnunarkerfum (ISO 45001).

Meðal þjónustusviða eru:

  • Vegir og götur
  • Gangstéttar
  • Almenningssamgöngur
  • Bílastæði
  • Göngu- og hjólastígar
  • Umferðarskilti
  • Merkingar á framkvæmdatíma
  • Skólp og frárennsli
  • Vatns- og hitaveita
  • Landslagsmótun
  • Götulýsing
  • Vegastyrkingar

Vegakerfi til frambúðar

Vegakerfið er nauðsynlegt samfélaginu og atvinnulífinu og til að mæta breyttum kröfum verður það að þróast áfram. Sérfræðingar EFLU leitast ávallt við að þróa örugga, hagkvæma og umhverfisvæna innviði sem munu mæta kröfum samfélagsins til frambúðar. Við erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum þegar kemur að þróun öruggra, skilvirkra og sjálfbærra samgöngukerfa.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU