Ferðamannastaðir og álagsmat

Einstök náttúrufegurð Íslands laðar til sín sífellt fleiri ferðamenn. EFLA hlúir að sjálfbærri þróun þessarar atvinnugreinar með ferðamálaáætlunum og öðrum mikilvægum lausnum.

Við eldgos, ferðamenn standa við hraunjaðarinn og taka myndir

Fagleg nálgun

Sérstaða EFLU byggir á fjölhæfu og reynslumiklu starfsfólki sem býr yfir sérfræðiþekkingu á sviðum umhverfis, samgangna, bygginga, iðnaðar, orku og verkefnastjórnunar. Með faglegri nálgun á öllum fagsviðum og markvissri stjórn getur EFLA aðstoðað við uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar til framtíðar. Mikil fjölgun ferðamanna kallar á uppbyggingu og fjölgun ferðamannastaða, dreifingu ferðamanna og endurbætur á álagssvæðum, auk fleiri brýnna verkefna sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir. Eitt af meginhlutverkum EFLU er að stuðla að framförum í samfélaginu og þar með að farsælli þróun atvinnugreinarinnar.

Hagkvæmar og áreiðanlegar lausnir

EFLA hefur yfir 40 ára reynslu af hönnun, skipulagi og framkvæmd fjölbreyttra verkefna sem snerta á mörgum flötum íslensks samfélags. Eitt af því er kortlagning á tegund og dreifingu gistirýma. Hún veitir góða yfirsýn sem unnt er að byggja á við framsetningu markmiða er stuðla að uppbyggingu innviða ferðaþjónustu í takti við eftirspurn og í samræmi við hagsmuni til framtíðar.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Verkefnastjórnun og þróun verkefna
  • Skipulagsmál
  • Leyfisveitingar (starfsleyfi, framkvæmdaleyfi, byggingarleyfi o.fl.)
  • Aðgengi (þjónustusvæði, bílastæði, aðkoma, öryggi, stýring)
  • Aðgangsstýring (t.d. hlið og gjaldtaka)
  • Veitur
  • Salernisaðstaða
  • Öryggi (úttekt, áætlun, merkingar)
  • Gönguleiðir (stígar og brýr)
  • Útsýnispallar
  • Gróðurmál
  • Mannvirkjagerð
  • Loftmyndir og þrívíddarmódel (drónar)

Uppbygging innviða

Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi, en mikill fjöldi gesta hefur í för með sér ýmsar krefjandi áskoranir sem og tækifæri. EFLA leggur ríka áherslu á vandaða, skilvirka ráðgjöf og að vinna náið með viðskiptavinum að bestu mögulegu lausnum. Verkefni okkar eru stór sem smá og skilar reynsla og þekking okkar traustum, hagkvæmum og áreiðanlegum lausnum. Með faglegri nálgun á öllum fagsviðum og markvissri stjórn getur EFLA aðstoðað við uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar til framtíðar.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU