Brýr

Brýr gegna lykilhlutverki í samgöngukerfum og eru öruggar leiðir yfir ár, firði og akbrautir. Hjá EFLU er lögð áhersla á að öryggi, hagkvæmni og sjálfbærni séu höfð að leiðarljósi í öllum okkar brúarverkefnum.

Footbridge in a city landscape, dark outside but the street lighting very sharp

Sérfræðingar í brúarverkfræði

EFLA hefur víðtæka reynslu af hönnun brúa og innan fyrirtækisins er starfrækt sérhæft teymi verkfræðinga sem leysir brúarverkefni á öllum verkefnisstigum. Það felur m.a. í sér frumdrög hönnunar, endurbætur, viðhald og styrkingar á brúm sem hafa verið lengi í notkun. Við hönnun nýrra brúarmannvirkja hjá EFLU eru þrjú meginatriði höfð að leiðarljósi: öryggi, ásýnd og hagkvæmni. Í allri okkar hönnun reynum við að tefla fram valkostum sem bæði eru hagkvæmir í byggingu og rekstri en einnig í samræmi við væntingar verkkaupa. Með nánu samstarfi við arkitekta er áhersla lögð á að brýr falli vel að umhverfi sínu og neikvæðum umhverfisáhrifum haldið í lágmarki.

Verðlaunuð brúarhönnun

  • Brúarverkfræðingar EFLU eru reynslumiklir og hafa unnið að stórum verkefnum á Norðurlöndum. Meðal verðlaunaverkefna EFLU eru:
  • Hringbrautargöngubrýrnar
  • Brú yfir Mjóafjörð
  • Göngubrú yfir Markarfljót (samkeppni)
  • Alda, brú yfir Fossvog (samkeppni)

Auk brúarráðgjafar vinnur EFLA að rannsóknarverkefnum varðandi eftirfarandi:

  • Stauraundirstöður
  • Markmiðasetningu fyrir kolefnisspor brúa
  • Brýr í hringrásarhagkerfi
  • Ástand spennikapla í eftirspenntum brúm
  • Tæringu stálvirkja á Íslandi
  • Þolhönnun á stálþiljum

Meðal þjónustusviða eru:

  • Frumdrög brúa á ýmsum skipulagsstigum
  • Forhönnun og verkhönnun brúa
  • Greining á burðargetu brúarmannvirkja í rekstri
  • Ástandsskoðun stálvirkja og steypuvirkja
  • Hönnun styrkinga fyrir brýr, m.a. úr koltrefjum
  • Hönnun endurbóta á brúarköntum, vegriðum, slitlagi og tæringarvörnum brúa
  • Hönnun vöktunarkerfa og titringsmælingar

Brýr til framtíðar

Við hjá EFLU fylgjum þremur stoðum sjálfbærni í öllu sem við gerum: hagkvæmni, félagslegum ávinningi og minnkun umhverfisáhrifa. EFLA er stöðugt að þróa og beita nýjum aðferðum í brúarverkfræði með þessar meginreglur að leiðarljósi til hagsbóta fyrir viðskiptavini og samfélagið. Fagleg nálgun EFLU og sérfræðiþekking tryggir hnökralausa afgreiðslu verkefna og öruggar brýr sem standast tímans tönn.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar