Sýnataka og greining á myglu

Rannsóknarstofa, Greina sýni, Mygluvöxtur, Mygla, Raki, Innivist

Á rannsóknarstofu EFLU er framkvæmd greining á sýnum úr byggingarefnum til að kanna hvort þar finnist mygluvöxtur, gró, svepphlutar, örverur eða önnur efni sem gefa til kynna rakavandamál.


Hægt er að koma með sýni til rannsóknar eða fá sérfræðing frá EFLU til að koma á staðinn og taka sýni. Í kjölfarið greinir líffræðingur sýnin með skoðun í víðsjá og smásjá.

Tengiliðir

Tilgangurinn með greiningu á sýnum er að sá sem rannsakar byggingu og aðstæður sé betur í stakk búinn til að veita ráðgjöf til að draga úr frekari rakavandamálum og hversu langt þarf að ganga í aðgerðum og hreinsun.

Til þess að geta dregið ályktanir af niðurstöðum þarf í flestum tilfellum að liggja fyrir skoðun og rannsókn á byggingu eða byggingarhlutum, uppbyggingu, rakamælingum og loftlekaleiðum. Sýni sem eru greind eru tekin beint af byggingarefnum.

Almennt séð er að þar sem ekki hefur orðið vatnstjón, rakaþétting eða leki er ekki líklegt að myglusveppir hafi náð að vaxa upp.

Sýnataka og framkvæmd

Hægt er að óska eftir sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu (pnr: 110-113, 200-225, 270) eða koma með sýni til greiningar í móttöku EFLU að Höfðabakka 9, 110 Reykjavík milli kl 8 og 17, mánu- til fimmtudaga og milli kl 8 og 16 á föstudögum. 

Nauðsynlegt er að fylgja leiðbeiningum um sýnatöku og meðhöndlun sýnis sem er að finna neðar á síðunni.

Panta sýnatöku

Mygla tengist rakavandamálum

Ef mygluvöxtur finnst í byggingarefnum gefur það tilefni til aðgerða þar sem hann finnst eingöngu þar sem rakavandamál eru til staðar.

Á meðal þjónustusviða eru


  • Almenn sýnataka, t.d. stroksýni, límbandssýni og greining

  • Sýnataka úr byggingarefnum

  • Alhliða ráðgjöf varðandi aðgerðir og hreinsun

Algengar spurningar og svör

Hvernig tek ég sýni úr byggingarefni?

Það er nauðsynlegt að taka heila efnisbúta af byggingarefni þar sem rakavandamál er til staðar og grunur er um myglu. Taktu 5x5 bút af t.d. gipsi eða krossvið og náðu bæði framhlið og bakhlið efnisins. Ef um er að ræða stoðir eða timbur í þaki er gott að taka flís úr efninu með sporjárni að lágmarki 1cm inn í efnið.

Get ég tekið sýni og sent til rannsóknar?

Já það getur þú gert, en hafa ber í huga að það er vandasamt að velja sýnatökustað til þess að meta hvort vandamál tengt rakaskemmdum og myglu sé til staðar. Sem dæmi þá má í mörgum tilfellum taka stroksýni við rúður að vetri til og í þeim sýnum greinist mygla. Sú mygla sem þar greinist getur valdið einkennum og ætti í öllum tilfellum að fjarlægja og hreinsa.

Orsök vegna þess má oftast skýra með fáum loftskiptum, háum loftraka eða rakaþéttingu á köldum fleti. Slíkar aðstæður endurspegla ekki endilega vandamál vegna hönnunar eða framkvæmda heldur til notkunar húsnæðis.

Hvernig skila ég sýnum til greiningar?


Þú þarft að ganga frá sýnunum í plastpoka með riflás og senda okkur beiðni um sýnatöku og merkja pokann skilmerkilega með eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn, kennitala, heimilisfang og póstnúmer
  • Dagsetning sýnatöku
  • Sýnanúmer
  • Sýnatökustaður (heimilisfang og póstnúmer)
  • Hvar sýnið er tekið í húsinu (t.d. svefnherbergi, skrifstofa)
  • Byggingarefni sýnis (t.d. veggur- krossviður og gips, gólf- parket og undirlag). 
  • Lýsing á aðstæðum

Sýnataka og greining á mygluSmásjá af gerðinni Olympus CX23

Sýnataka og greining á mygluMyglusveppur, Mucor spp, sem var tekinn af timbri skoðaður í smásjá

Sýnataka og greining á mygluMyglusveppur skoðaður í gegnum smásjá í 40x stækkun

Sýnataka og greining á mygluMyglusveppur, Mucor spp, á timbri skoðaður í víðsjá

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei