Nýsköpun og þróun

R & D, R&D, rannsóknir, rannsóknarverkefni, þróunarverkefni, rannsóknaverkefni, Nýsköpun

EFLA leggur áherslu á nýsköpun til árangurs til að takast á við framtíðina og leitar stöðugt betri lausna fyrir samfélagið. Unnið er að fjölbreyttum nýsköpunar- og þróunarverkefnum hvort sem um er að ræða nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni eða framleiðsluaðferð. EFLA starfar með fyrirtækjum að mótun rannsóknarverkefna með ráðgjöf eða í gegnum samstarf.

Nánari upplýsingar

Til að vinna að framgangi nýsköpunar- og þróunarverkefna vinnur EFLA eftir umgjörð og ferli sem byggir á þekktri aðferðafræði og metur viðskiptalega hæfni verkefnis, finnur því réttan farveg og kemur verkefninu í framkvæmd.

Ráðgjafar EFLU búa yfir sérfræðiþekkingu á fjármögnunarsjóðum Evrópusambandsins, samnorrænum sjóðum og innlendu sjóðakerfi og þannig veitt heildstæð ráðgjöf til fyrirtækja og opinberra aðila um styrkjamöguleika. Einnig er til staðar mikil þekking og reynsla í alþjóðasamskiptum og aðgengi að stóru tengslaneti sérfræðinga og atvinnulífs í Evrópu á mörgum fjölbreyttum sviðum.

EFLA hefur unnið með erlendum aðilum sem vilja setja upp rannsóknar
verkefni á Íslandi eða fá til liðs við sig íslenskt rannsóknarteymi eða fyrirtæki. Auk þess hefur EFLA veitt aðstoð við að sækja um styrki og fjármögnun verkefna og gerð fjárhagsáætlunar ásamt því að stýra slíkum verkefnum.

Á meðal þjónustusviða eru

Mat á verkefnum eða hugmyndum á frumstigi

  • Tæknileg málefni
  • Viðskiptaleg hæfni hugmyndar eða verkefnis
  • Arðsemismat og viðskiptaáætlanir
  • Umhverfis- og öryggistengd málefni
  • Fjármögnunartengd mál og ráðgjöf er varðar styrki
  • Ráðleggingar á sviði hönnunarverndar og einkaleyfismál

Undirbúningur og skipulag til að koma verkefnum í farveg

  • Þekkingarráðgjöf
  • Aðstoð við styrkumsóknir 
  • Val á samstarfsaðilum
  • Ferli og aðferðafræði
  • Samningamál 
  • Niðurröðun og skipulag aðgerða 

Aðstoð við innleiðingu og vinnslu verkefna

  • Tæknileg ráðgjöf 
  • Umhverfisráðgjöf 
  • Viðskiptatengd ráðgjöf 
  • Stýring verkefna 

Tengd þjónusta




Var efnið hjálplegt? Nei