Jarð-og bergtækni

EFLA veitir alhliða ráðgjöf þegar kemur að jarðfræði og bergtækni fyrir margvíslega mannvirkjagerð. Sérfræðingar okkar búa yfir víðtækri reynslu á sviði jarðfræði og bergtækni.

Hellir, berg og mælingartæki ofan í jörðinni

Nauðsynlegur grunnur

Eitt af því fyrsta sem þarf að gera við undirbúning framkvæmda er að huga að jarðtæknilegum aðstæðum. Slíkar grundvallarupplýsingar eru nauðsynlegar við hönnun mannvirkja af nánast hvaða tagi sem er. EFLA hefur mikla reynslu af framkvæmd og stjórnun jarðtæknirannsókna. Til slíkrar rannsóknarvinnu hefur EFLA yfir að ráða slagbor auk annars handbúnaðar og rekur jafnframt eigin rannsóknarstofu. Á rannsóknarstofu EFLU starfa sérfræðingar í fremstu röð á sviði jarðtækni og hafa þeir mikla reynslu af framkvæmd og stjórnun jarðtæknirannsókna. Rannsóknarstofan er vel búin tækjum til rannsókna og prófana á jarðefnum, bæði setlögum og bergi.

Vandað mat

Fyrir stærri mannvirki eins og jarðgöng og virkjanir, þar sem mannvirkin eru að verulegu leyti mótuð úr berggrunni landsins, eru góðar jarðfræðirannsóknir grundvallaratriði, enda oft og tíðum mikið í húfi. Til að framkvæmdir, sem og tíma- og kostnaðaráætlanir, standist sem best er nauðsynlegt að minnka óvissu eins og hægt er. Sérfræðingar EFLU framkvæma vandað mat á grundunardýpt til að magntökur og tímaáætlanir verði öruggari og ófyrirséðar aðstæður komi síður upp. Við undirbúning vegagerðarverkefna þarf að horfa til jarðfræðilegra aðstæðna í veglínu og einnig að finna námur og meta eða rannsaka það efni sem hægt er að vinna úr þeim.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Jarðfræðirannsóknir
  • Bergtækni
  • Sprungukortlagning
  • Þykkt og gerð lausra jarðlaga
  • Gerð berggrunns
  • Grunnvatnsrannsóknir
  • Burðarþol klappar
  • Upptaksþol bergbolta og akkera
  • Námur og efnisvinnsla
  • Sérfræðiskýrslur um jarðfræði vegna MÁU (mat á umhverfisáhrifum)
  • Jarðeðlisfræði
  • Stefnuborun
  • Kortlagning á þykkt og gerð lausra jarðlaga
  • Dýpi á klöpp
  • Burðþol og stæðni lausra jarðlaga
  • Sig
  • Úrvinnsla jarðtæknilegra borana
  • Lekt
  • Efnisnotkun
  • Stálþil og stögun
  • Rekstaurar og boraðir staurar
  • Námur

Traustar jarðfræðiupplýsingar

Sérfræðingar EFLU veita viðskiptavinum sínum traustar og góðar jarðfræðiupplýsingar. Þær eru forsendur þess að meiriháttar mannvirki í bergi séu hönnuð skynsamlega frá grunni. Endurhönnun slíkra mannvirkja getur verið umfangsmikil en einnig getur mikil óvissa um jarðfræðilegar aðstæður leitt til mikils viðbótarkostnaðar. Við skipulagningu byggðar er nauðsynlegt að þekkja gerð og þykkt lausra jarðlaga, sem og berggrunn á þeim svæðum sem eru í skipulagsferli, og þar geta sérfræðingar okkar veitt viðskiptavinum nauðsynleg gögn.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU