Kolefnisspor og kolefnisbókhald

Life Cycle Assessment, Carbon Footprinting, Kolefnisútreikningur, Vistferilsgreining, LCA, Lífsferilsgreiningar, Greiningar lífsferils, Lífsferill, sótspor, kolefnisfótspor, kolefnaspor, vistspor, lífsferilshugsun

Kolefnisspor (e. carbon footprint) er samantekt á losun gróðurhúsalofttegunda vegna beinna og óbeinna athafna mannsins. Hjá EFLU starfar hópur sérfræðinga með áralanga reynslu af útreikningi á kolefnisspori, gerð vistferilsgreininga og tengdri ráðgjöf. 

Tengiliður

EFLA er leiðandi í umhverfisráðgjöf sem þessari og getur því þjónustað viðskiptavini eftir nýjustu og áreiðanlegustu aðferðunum hverju sinni.

Framleiðsla á byggingarefnum, flutningur þeirra, ferðalög, rekstur fyrirtækis og meðhöndlun á úrgangi eru allt dæmi um athafnir sem valda losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið á einum eða öðrum tímapunkti. Þessa losun má taka saman með stöðluðum hætti þannig að reikna megi út kolefnisspor vöru eða þjónustu yfir líftímann annars vegar, eða árlegt kolefnisspor rekstrar í fyrirtæki hins vegar.

Eftirspurn eftir upplýsingum um umhverfisáhrif vöru eða þjónustu fer stöðugt vaxandi hjá almenningi og fyrirtækjum. Kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda eru að aukast samhliða undirskrift Parísarsamkomulagsins og yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Fyrsta skrefið í þeirri vegferð er að vita stöðuna eins og hún er í dag en EFLA aðstoðar sína viðskiptavini við að reikna út kolefnisspor og setja sér skýr, mælanleg og tímasett markmið. 

Þekking forsenda framfara

Niðurstöður sem sýna kolefnisspor má nota til að ná forskoti á markaði, mæta núverandi og framtíðarkröfum stjórnvalda og almennings og þróa starfsemina í átt að frekari sjálfbærni.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Útreikningur á kolefnisspori vöru eða þjónustu, í samræmi alþjóðlega staðla
  • Einfaldaðir útreikningar eða skimun á kolefnisspori vöru eða þjónustu
  • Samantekt á kolefnisspori fyrirtækjareksturs í samræmi við GHG Protocol, CDP og GRI
  • Ráðgjöf um skilgreiningu loftslagsmarkmiða og gerð áætlana um kolefnishlutleysi
  • Aðstoð og ráðgjöf við gerð loftslagsyfirlýsingu (Climate Declaration) eða umhverfisyfirlýsingu (Environmental Product Declaration)

Algengar spurningar og svör

Hvað eru gróðurhúsalofttegundir og gróðurhúsaáhrif?

Gróðurhúsalofttegundir eru hópur lofttegunda, m.a. vatnsgufa, koltvíoxíð, metan, nituroxíð og flúorgös, sem fanga varmageislun sem endurkastast frá yfirborði jarðar og valda því að meðalhitastig yfirborðs jarðar er í kringum 15°C. Ef þessi gös væru ekki til staðar í lofthjúpnum væri hitastigið nær -18°C. Þessi áhrif kallast gróðurhúsaáhrif. Með aukinni losun gróðurhúsalofttegunda hækkar hitastigið við yfirborð jarðar með alvarlegum afleiðingum fyrir allt líf á jörðinni.  


Hvernig er kolefnisspor reiknað?

Kolefnisspor er hægt að reikna með ýmsum aðferðum en helst ber að nefna Greenhouse Gas Protocol, PAS 2050, ISO 14025 og 14067 stöðlununum og með vistferilsgreiningum (e. LCA). Annars vegar er um að ræða kolefnisspor einnar vöru eða þjónustu yfir allt vistferlið, hins vegar er um að ræða árlegt kolefnisspor vegna rekstrar fyrirtækis eða stofnunar. 


Hvað segir kolefnisspor mér?

Kolefnisspor segir þér hver heildarlosun gróðurhúsalofttegunda er vegna reksturs fyrirtækis, framleiðslu á vöru, þjónustu eða annarrar athafnar. Niðurstöður kolefnisspors eru gefnar í kílógrömmum eða tonnum af koldíoxíðsígildum (e. carbon dioxide equivalents) deilt niður á þá einingu sem verið er að reikna fyrir. Ástæðan fyrir því að talað er um ígildi er að mismunandi gróðurhúsalofttegundir hafa mismikil gróðurhúsaáhrif. Þannig eru áhrif metans t.d. 28 sinnum meiri en áhrif koldíoxíðs og er eitt tonn af metani því 28 tonn koldíoxíðsígilda. 

Tengd þjónusta



Var efnið hjálplegt? Nei