Loftgæði og dreifing mengunar

Loftgæði, Mengun, Mengunarvarnir, Veðurmæling

Mat á loftgæðum með notkun loftgæðalíkana er matsaðferð sem nýtist vel við að meta áhrif framkvæmdar á loftgæði og til að athuga hvernig framkvæmdin samlagast öðrum uppsprettum mengunar í nágrenninu.


Sérfræðingar EFLU veita ráðgjöf varðandi loftgæði þannig að auðveldara er að meta áhrif mismunandi lausna við hönnun og skipulag og finna þann valkost sem hefur minnst áhrif á umhverfið.

Tengiliður

Loftgæðalíkön reikna dreifingu mengunar með notkun veðurmælinga frá nágrenni athugunarsvæðisins og sýna hvort reiknaður styrkleiki í umhverfinu uppfylli umhverfismörk eða heilsuverndarmörk í reglugerðum. Reiknað er fyrir helstu mengunarefni frá útblæstri þ.e. fínt og gróft svifryk, köfnunarefnisoxíð/díoxíð, brennisteinsdíoxíð auk sérstakra efna sem geta borist frá iðnaðarferlum. Að auki er hægt að reikna og meta lyktarmengun frá landbúnaði.

Loftgæðalíkön koma víða að góðum notum 

Loftgæðalíkön eru notuð við skipulagsgerð og eru þar notuð til að meta áhrif nýrrar byggðar eða umferðarmannvirkja á umhverfið sem fyrir er og henta því afar vel við að meta áhrif af þéttingu byggðar á nærumhverfið. Loftgæðalíkön eru einnig notuð í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda til að meta áhrif fyrirhugaðra framkvæmda, t.d. í samgöngum eða iðnaði.

Oft eru bornir saman nokkrir valkostir til að finna þann sem veldur minnstum umhverfisáhrifum. Eins er með þessari aðferð hægt að leggja mat á áhrif mótvægisaðgerða til að minnka áhrif framkvæmdarinnar.

Áhrif framkvæmda skilgreind

Mat á loftgæðum með notkun loftgæðalíkana er einföld leið til að sýna fram á áhrif skipulags eða framkvæmda á loftgæði og meta líkleg loftgæði eftir að framkvæmdum er lokið og hvort þau uppfylli umhverfis- og heilsuverndarmörk. 

Á meðal þjónustusviða eru

  • Gerð loftgæðalíkana og mat á loftgæðum m.a. í tengslum við mat á umhverfisáhrifum iðjuvera, jarðvarmavirkjana eða samgöngumannvirkja
  • Gerð loftgæðalíkana og mat á loftgæðum frá bílaumferð eða flugumferð
  • Gerð loftgæðalíkana og mat á loftgæðum við skipulagsgerð
  • Mat á lyktarmengun t.d. frá þauleldi svína eða kjúklinga

Tengd þjónusta



Var efnið hjálplegt? Nei