Umhverfisvöktun

Vöktun umhverfis, Loftgæði, Loftgæðavöktun, Vöktunarbúnaður, Loftgæðamælingar, Mengunarmæling, Símæling, Svifryk

Með umhverfisvöktun er fylgst með árangri fyrirtækja gagnvart lagalegum kröfum líkt og starfsleyfis ásamt því að vera lögbundinn upplýsingaréttur almennings.


Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu og þekkingu hvað varðar umhverfis­vöktun fyrirtækja ásamt greiningu og birtingu gagna.

Tengiliðir

EFLA hefur komið að mörgum verkefnum varðandi umhverfisvöktun, uppsetningu og reksturs slíkrar vöktunar, ásamt því að taka saman og greina niðurstöður þar að lútandi. 

Uppsetning og rekstur umhverfisvöktunar


EFLA sá um uppsetningu, rekstur og eftirlit á starfsleyfisskyldri umhverfis­vöktunar á Bakka við Húsavík til að fylgjast með loftgæðum í nágrenni við Kísilverksmiðju PCC. Öll símæld gögn eru sótt jafn óðum í mæli­stöðvarnar og vistuð í gagnagrunni. Þaðan eru gögnin gerð aðgengileg í vefgátt EFLU þar sem unnt er skoða nýjustu gögnin og fletta fram og til baka í tíma.

Umhverfisvöktun við urðunarstaði


EFLA sinnir starfsleyfisskyldri umhverfisvöktun urðunarstaða. Dæmi um slíka vöktun er við urðunarstaðinn Kirkjuferjuhjáleigu við Selfoss.

Samantekt niðurstaðna úr umhverfisvöktun

EFLA tekur að sér að taka saman niðurstöður umhverfisvöktunar á skýrsluform þannig að fyrirtæki geti upplýst almenning um árangur í umhverfismálum. Dæmi um slíka þjónustu er samantekt á niðurstöður umhverfisvöktunar í Hvalfirði frá árinu 2010.

Umhverfisáhrif og miðlun upplýsinga

Góð upplýsingamiðlun varðandi umhverfisáhrif reksturs eykur trúverðugleika fyrirtækisins og skapar jákvæða ímynd.


Á meðal þjónustusviða eru

  • Umsjón með umhverfisvöktun
  • Sýnataka og meðhöndlun sýna
  • Efnamælingar
  • Skýrslugerð
  • Vefgátt til að birta upplýsingar
  • Alhliða ráðgjöf

Tengd þjónusta



Var efnið hjálplegt? Nei