Saga og sýn

Menn að vinna í fyrndinni

EFLA er þekkingarfyrirtæki með yfir 50 ára sögu. Við veitum fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina.

Stífla í íslensku landslagi

Upphafið

EFLA varð til í október 2008 við sameiningu fjögurra verkfræði- og ráðgjafarstofa. Nafnið er hugarsmíð skáldsins Þórarins Eldjárns, sem leitað var til við stofnun félagsins. Fyrirtækin sem sameinuðust voru Línuhönnun, RTS verkfræðistofa, Verkfræðistofan AFL og Verkfræðistofa Suðurlands, sem stofnuð var árið 1973. Síðar hafa fleiri fyrirtæki um allt land sameinast EFLU og rík áhersla verið lögð á öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni sem eru nærsamfélaginu innan handar.

Brú yfir á

Skýr stefna og sérstaða

Einkenni EFLU frá stofnun fyrirtækisins eru skýr stefna, framsýni og sérhæfing. Það hefur verið metnaðarmál frá upphafi að vera í fararbroddi í okkar geira. Umhverfisáhersla EFLU frá stofnun ber þeirri áherslu glöggt vitni og var EFLA brautryðjandi í málaflokknum á Íslandi. Félagið hefur hlotið fjölmörg verðlaun á þessu sviði og er EFLA eina fyrirtæki landsins sem hefur hlotið umhverfisverðlaunin Kuðunginn í tvígang.
Skýr stefnumörkun hefur einnig einkennt EFLU og er stefnan endurskoðuð og ítruð árlega. Að auki hefur útsjónarsemi og forvitni einkennt verkefnaflóru félagsins, en það fæst við verkefni af öllum stærðargráðum. Yfir 3000 verkefni eru unnin af EFLU ár hvert fyrir á annað þúsund viðskiptavina.

EFLA hlaut Útflutningsverðlaun Forseta Íslands 2022 þar sem verðmæti seldra vinnustunda í erlendum verkefnum var yfir 20 milljarðar á 10 ára tímabili.

Útflutningur þekkingar

Samhliða örum vexti á Íslandi hefur EFLA byggt upp starfsemi og fjölbreytt verkefni víða erlendis. Félagið skilgreinir Noreg sem sinn heimamarkað, ásamt Íslandi. Þá er félagið með starfsemi í Svíþjóð, Póllandi og Skotlandi undir merkjum EFLU. Dótturfélagið HECLA starfar í Frakklandi.Þá átti EFLA þátt í stofnun félagsins Aero Design Global (ADG) um þjónustu við flugrekstur. Starfsmannafjöldi EFLU erlendis er ríflega 100 og eru verkefni unnin þvert á lönd og fagteymi félagsins. Það er okkar metnaður að vera í fremstu röð og á heimsmælikvarða hvað varðar gæði og sérhæfingu. Utan landsteinanna sérhæfir EFLA sig í orkuflutningsverkefnum og er starfsfólki félagsins treyst fyrir verkefnum stærstu orkufyrirtækja Norðurlandanna.

Útflutningsverðlaunin, hópur af fólki fyrir framan Bessastaðir

Starfsfólk EFLU tekur á móti Útflutningsverðlaunum Forseta Íslands 2022.

Spræka stóra stofan

Starfsumhverfi EFLU er krefjandi þar sem ríkar kröfur eru gerðar til þróunar á nýjum aðferðum og lausnum og gegnir því nýsköpun mikilvægu hlutverki í starfseminni. Því leggjum við kapp á að skapa starfsumhverfi sem styður slíka menningu. Við viljum skapa umhverfi þar sem hugvit dafnar og starfsfólk fær tækifæri til að þróast í þekkingarsamfélaginu EFLU. Mikilvægur þáttur í sérstöðu EFLU er frelsi starfsfólks til frumkvæðis og rými til að nýta hæfileikana sína til fulls. Styrkleiki heildarinnar er breidd þekkingar og teymisvinna. Það er metnaður okkar að veita viðskiptavinum framúrskarandi lausnir.

Saman vinnum við okkur inn traust og stöndum undir því.

Viðskiptavinir okkar

  • Vegagerðin
  • Nýr Landspítali merki
  • Lansdsvirkjun merki
  • Veitur merki
  • Carbfix merki
  • Síldarvinnslanmerki
  • Mjólkursamsalan merki
  • Norðurál merki
  • Alcoa Fjarðaál merki
  • Jarðböðin merki
  • Ístak merki
  • Statnett logo
  • ISAVIA merki
  • Alvotech merki
  • Landsnet merki