Skólabygging.

Viðbygging við Fjölbrautaskólann í Breiðholti

ReykjavíkByggingar

EFLA sá um fjölmarga þætti í viðbyggingu Fjölbrautarskólans í Breiðholti sem er 1.950 m2 bygging og hýsir kennslustofur og matsal skólans. Viðbyggingin er á þremur hæðum.

Viðskiptavinur
  • Sveinbjörn Sigurðsson
Verktími
  • 2008
Þjónustuþættir
  • Burðarvirki
  • Hönnun lagna- og loftræstikerfa
  • Hönnun rafkerfa og hússtjórnarkerfis
  • Hljóðvistarhönnun

Um hvað snýst verkefnið

Á neðstu hæðinni er 430 m2 fjölnotasalur en á efri hæðunum tveimur eru alls 12 kennslustofur. Tengibygging gerir fólki kleift að ferðast á milli nýju byggingarinnar og þeirrar gömlu á tveimur stöðum af hverri hæð.

Burðarvirkið er að stærstum hluta staðsteypt. Steyptir veggir ásamt súlum bera uppi virkið en plöturnar yfir fyrstu og annarri hæð auk þaksins eru eftirspenntar. Tengibyggingin er mjög opin og gegnsæ glerbygging með stálburðarvirki. Gólfplöturnar eru staðsteyptar og hvíla á stálbitum og stálsúlum. Stálstigar eru á milli hæða.

EFLA sá einnig um hljóðvistarhönnun í tveimur fyrirlestrarsölum í byggingunni og um hönnun lagna- og loftræsikerfis í byggingunni.

Húsið var vígt haustið 2009.

Hlutverk EFLU

  • Hönnun burðarvirkis
  • Hönnun lagna- og loftræsikerfis
  • Hönnun rafkerfa og hússtjórnarkerfis
  • Hljóðvistarhönnun