Virkjun með fjöll í baksýn.

Stjórnkerfi í steypuskála fyrir Norðurál

GrundartangiIðnaður

EFLA uppfærði rafkerfi og stjórnkerfi við steypulínu þannig að það samræmist gildandi stöðlum Norðuráls.

Viðskiptavinur
  • Norðurál
Verktími
  • 2017
Þjónustuþættir
  • Hönnun dreifikerfa raforku

Um hvað snýst verkefnið

EFLA uppfærði stjórnkerfi fyrir Ofn 1 og Steypulínu 1 í steypuskála Norðuráls. Aðrar steypulínur og ofna var þegar búið að uppfæra samkvæmt stöðlum fyrirtækisins. Markmið verkefnisins var að uppfæra stjórnkerfi fyrir Ofn 1 og Steypulínu 1, í steypuskála Norðuráls. Gamalt stjórnkerfi frá '98 var einnig uppfært í nýjustu tækni.

Verkefnið fólst í endurhönnun á afldreifingu vélanna, útskiptum á stýrivél og forritun á nýrri vél auk útskipta á SCADA kerfi og uppfærslu á öryggisbúnaði vélanna samkvæmt stöðlum fyrirtækisins. Stuttur tími var fyrir innleiðingu á nýju stjórnkerfi og því var nýja kerfið hermað ítarlega í hermunarlíkani EFLU.

Þá var tryggt að stjórnkerfið væri samhæft við stjórnkerfi annarra steypuvéla, stýrivélar og skjákerfi auk þess var vélasamstæðan gerð hæf til samræmingar samkvæmt Evrópustöðlum.

Hlutverk EFLU

  • Hönnun á nýjum afldreifi og stýriskápum
  • Endurteikna rafkerfi vélanna
  • Endurnýja alla stýringu á steypulínu og ofni