Samgöngur

Hönnun á vegköflum í Noregi

Statens Vegvesen, Bjugn kommune, Þrándheimur, Fv.710

Hönnun á þremur vegköflum á vegi Fv710 í sveitarfélaginu Bjugn norðan Þrándheims. Verkið fólst í hönnun á nýjum göngu- og hjólastíg meðfram núverandi vegi ásamt breytingum á núverandi vegi, ofanvatnskerfum, veglýsingu, skiltum og merkingum og gerð útboðsgagna.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Statens Vegvesen

Verktími
maí 2016 - feb. 2017

Staðsetning
Bjugn kommune, Noregi

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Verkefnið snérist um að hanna nýjan göngu- og hjólastíg meðfram núverandi fylkisvegi Fv.710 ásamt endurbótum á veginum sjálfum með það að markmiði að bæta umferðaröryggi hans. Göngu- og hjólastíg vantaði alfarið meðfram veginum og á veginum voru staðir sem uppfylltu ekki núgildandi vegstaðla. Alls voru þetta um 5 km af vegi.

Ávinningur verkefnis 

Verkið var hluti af stærra verkefni norsku vegagerðarinnar sem innifól vegabætur á nokkuð stóru svæði norðan Þrándheims og er því verkefni nú nánast lokið. 

EFLA tók virkan þátt í þessu verkefni alveg frá 2014 þar sem gæði vega voru stórlega aukin þannig að bæði fékkst aukið og hraðara umferðarflæði sem og bætt umferðaröryggi.


Var efnið hjálplegt? Nei