Samgöngur

Urriðaholt | Garðabær

Garðabær, íbúðahverfi, Landslag

Um er að ræða uppbyggingu á nýju íbúðahverfi í Urriðaholti í Garðabæ þar sem EFLA hefur séð um hönnun gatna, stíga, fráveitukerfis, grænna ofanvatnslausna og gatnalýsingu ásamt gerð lóðarblaða. 


Mikil áhersla er lögð á ofanvatnslausnir en þær eru hannaðar af EFLU ásamt Landslagi.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Garðabær

Verktími
2007-2017

Staðsetning
Urriðaholt í Garðabæ

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

EFLA hefur séð um hönnunarstjórn, hönnun gatna, bílastæða, stíga og stétta, gatnalýsingar ásamt hönnun á fráveitu- og hreinsikerfum ofanvatns.

Sérkenni þessa nýja hverfis eru svonefndar sjálfbærar ofanvatnslausnir sem hafa það að markmiði að viðhalda vatnshæð og vatnsgæðum Urriðavatns sem og jafnvægi í vatnsbúskap þess. Urriðavatn er staðsett neðan við hverfið og er svæðið mikil náttúruperla. Vegna þessa er m.a. fráveita hitaveitu tekin í sérlögn og niðurföllum í götum fækkað þar sem leiða á vatn í opnar rásir með fram götum. Gerðar eru strangar kröfur um alla umgengni á svæðinu.

Urriðaholt er í mjög fallegri náttúrulegri umgjörð og er áætlað að skipuleggja allt að 1.650 íbúða byggð í blönduðu hverfi sérbýlis- og fjölbýlishúsa auk húsnæðis fyrir menningar-, atvinnu- og þjónustustarfsemi.

Hlutverk EFLU

  • Hönnunarstjórn
  • Gatnahönnun
  • Fráveituhönnun
  • Hönnun vatnsveitu
  • Hönnun affalls hitaveitu
  • Hönnun grænna ofanvatnslausna
  • Hönnun gatna- og stígalýsingar
  • Jarðkönnun á svæðinu
  • Gerð útboðsgagna
  • Samræming veitukerfa
  • Gerð mæli- og hæðarblaða


Var efnið hjálplegt? Nei