Hverasvæði séð úr lofti.

Kortlagning Geysissvæðisins

Geysir, HaukadalSkipulagsmál

EFLA var fengin til að kortleggja 2,5 km2 á Geysissvæðinu í Haukadal. Nýta átti gögnin meðal annars við skipulagningu og hönnun svæðisins.

Viðskiptavinur
  • Bláskógabyggð
Verktími
  • 2014
Þjónustuþættir
  • Drónar
  • Kort og kortagrunnar
  • Landmælingar

Um hvað snýst verkefnið

Trimble UX5 dróni (flugvél) var notaður við verkið. Flogið var í 250 m hæð yfir landi en áður var búið að koma fyrir myndmerkjum sem voru innmæld með GPS landmælingatækjum. Dróninn flaug eftir fyrirfram ákveðnum ferlum og tók myndir, alls 972 talsins fyrir þetta verkefni. Með hugbúnaðinum UAS Master frá Trimble og GPS mælingum fengust mjög nákvæmar loftmyndir og þrívíddarlíkan.

EFLA afhenti gögn sem voru byggð á nákvæmum loftmyndum frá drónanum ásamt þrívíddarteikningu af svæðinu. Verkefnið var unnið í samstarfi við Suðra ehf.

Svæði í kringum Geysi séð úr lofti.

Loftmynd af Geysissvæðinu.