Borg séð úr lofti.

Strætórein við Rauðagerði

ReykjavíkSamgöngur og innviðir

Hönnun strætóreinar á Miklubraut við Rauðagerði, göngu- og hjólastígs, einnig hljóðvarna með gróðri milli götu og stíga.

Viðskiptavinur
  • Reykjavíkurborg
  • Vegagerðin
  • Veitur ohf
Verktími
  • 2016
Þjónustuþættir
  • Fráveitu- og ofanvatnskerfi

Um hvað snýst verkefnið

Verkefnið fólst í að hanna forgangsrein fyrir strætó á austurakbraut Miklubrautar frá göngubrú við Rauðagerði að rampa að Reykjanesbraut. Hönnun á göngu- og hjólastíg á sama kafla. Hönnun hljóðvarna á milli Miklubrautar og stíga, sérhönnun á afvötnun stíga og nánasta umhverfis ásamt gatna- og stígalýsingu. Jafnframt fól verkefnið í sér að skipta framkvæmdinni upp í áfanga og að hanna vinnustaðamerkingar.

Strætóreinin kemur sem breikkun á austurakbraut Miklubrautar að sunnanverðu. Núverandi strætóstoppistöð verður uppfærð. Nýlegir göngu- og hjólastígur eru á bak við hljóðvarnirnar rétt norðan lóða við Rauðagerði. Hljóðvarnir samanstanda annars vegar af mön með brattri hlið sem snýr að Miklubraut og hins vegar hljóðveggjum. Bratti hluti manar er byggður upp með netkistum (gabion einingum) sem fylltar eru af steinum, upp á möninni er komið fyrir útsýnispalli og síðan er gróðursett í mönina til að skapa fallega ásýnd.

Hljóðveggirnir eru annars vegar timburveggir og hins vegar frístandandi netkistuveggir með sama útlit og bratta hlið manarinnar. Framkvæmdinni verður skipt upp í þrjá áfanga og þarf m.a. að hliðra umferð um Miklubraut, setja upp bráðabirgða strætóstoppistöð og að loka stíg meðfram Miklubraut.

Umhverfismál

Notaðar voru grænar ofanvatnslausnir við afvötnun svæða við íbúðarbyggðina.

Hlutverk EFLU

EFLA sá um alla hönnun verksins og gerð útboðsgagna.

Ávinningur verkefnis

Framkvæmdin gerir umferð strætisvagna greiðari, bætir umferð hjólandi og gangandi með aðgreiningu stíga. Að auki batnar hljóðvist íbúa á svæðinu með betri hljóðvörnum.