Umhverfi

Vöktun loftgæða og vefgátt á Bakka

PCC, Bakki, Húsavík, Umhverfisvöktunarstöðvar,

Umsjón með vöktunarbúnaði, sýnataka, mælingar og birting uppýsinga í vefgátt.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
PCC

Verktími
2016 - 2026

Staðsetning
Bakki, Húsavík

Tengiliðir

Um hvað snýst verkefnið

Á Bakka við Húsavík voru settar upp tvær umhverfisvöktunarstöðvar til að fylgjast með loftgæðum í nágrenni við kísilverksmiðju PCC sem þar mun starfa. Samfelld vöktun er á magni SO2, NO, NO2, PM2,5 og PM10 í andrúmslofti. Einnig er sýnum safnað til að fylgjast með magni þungmálma og PAH í svifryki, brennisteins í svifryki og súlfats í úrkomu. Þá er símæling á vindátt, vindhraða, hitastigi, rakastigi og úrkomu. 

Öll símæld gögn eru sótt jafn óðum í mælistöðvarnar og vistuð í gagnagrunni. Þau eru síðan gerð aðgengileg í vefgátt EFLU þar sem unnt er skoða ný og eldri gögn.

Umhverfismál

Lögð var áhersla á að frágangur mælistöðvanna hefði sem minnst áhrif á umhverfið. Sjónræn áhrif voru höfð í huga við útlitsval stöðvanna.

Hlutverk EFLU

EFLA sá um að setja upp tvær umhverfismælistöðvar í nágrenni við Kísilverksmiðju PCC á Bakka.

EFLA sér alfarið um eftirlit og viðhald mælistöðvanna á Bakka. Mánaðarlega er fylgst með kvörðun mælibúnaðar og á sex mánaða fresti eru kerfin yfirfarin og endurkvörðuð. Árlega er hluti búnaðar endurbyggður vegna slits þar sem við á. Reglulegt viðhald tryggir að allir hlutir séu í fullkomnu ásigkomulagi.

EFLA sér um söfnun samfelldra gagna úr skráningarbúnaði stöðvanna og skráningu í gagnagrunni. Þessi gögn eru síðan aðgengileg í vefgátt EFLU fyrir þá aðila sem aðgang þurfa. Þar er unnt að fletta fram og til baka í tíma og skoða mislöng tímabil. EFLA sér um að sýni vegna þungmálma, PAH, brennisteins og súlfats séu send til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands til greiningar.

EFLA sér um að gera samantektir úr samfelldum mælingum og úr niðurstöðum mælinga úr sýnum vegna PAH, þungmálma, brennisteins og súlfats. Þessar upplýsingar eru skráðar mánaðarlega í skýrslur sem sendar eru til PCC.

Ávinningur verkefnis 

Öflugt eftirlit er með loftgæðum umhverfis verksmiðju PCC á Bakka.

Mælingarstöðin

Skjáskot úr vefgátt




Var efnið hjálplegt? Nei