Verkefni

Fyrirsagnalisti

Björgunaræfing á Selfossi

Björgunarfélag Árborgar ásamt teymi frá EFLU lögðu af stað með tilraunaverkefni sem fólst í að athuga hvort hægt væri að nota dróna sem var útbúinn hitamyndavél til að leita að fólki, bæði á landi og legi. Skipulagðar voru aðgerðir til að leita að sjálfboðaliðum sem tóku þátt í verkefninu í Ölfusá, bæði í myrkri og dagsbirtu.

Brú á Ölfusá - forhönnun

EFLA vinnur að forhönnun nýrrar brúar yfir Ölfusá við Efri Laugardælaeyju. Eftir gerð brúarinnar mun hringvegurinn flytjast norður fyrir Selfoss. Brúin verður skákaplabrú, sú fyrsta sinna tegundar á Íslandi. Áætlað er að aðalhöf brúarinnar verði 145 og 155 m löng, sem verða lengstu brúarhöf á landinu.


Verkefnið felst í þróun á útfærsluatriðum er varðar brúarlausnina í samráði við verkkaupa og samstarfsaðila.

Gang og sykelveg Ryng 3 -

Brýr í Noregi

Brú ásamt göngu- og hjólabrú við Ring 3

Hönnun á göngu- og hjólastíg, vegum, brúm, meðhöndlun yfirborðsvatns, fyrirkomulagi raf- og fjarskiptakapla í jörð, lýsingu, landmótun, jarðtækni og umhverfistækni ásamt gerð útboðsgagna.

Búðarhálsvirkjun

Verkefnið fólst í verk-, útboðs- og deilihönnun mannvirkjahluta Búðarhálsvirkjunar auk ýmissar ráðgjafar í tengslum við verkefnið yfir þann tíma sem það stóð.

Deiliskipulag hafnarsvæðis í Grindavík

EFLA sá um að vinna deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið í Grindavík. Meginmarkmið verkefnisins var að setja ramma um hafnarstarfsemina á svæðinu, vöxt hennar og viðhald.

Eftirlit með malbikun gatna

EFLA sá um eftirlit með malbikun gatna og gatnaviðhald fyrir Reykjavíkurborg.

Endurbygging afriðils hjá Fjarðaáli

EFLA sá um verkefnastjórnun og byggingastjórnun fyrir endurbyggingu á 192 MVA afriðli RF12 hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði

Endurnýjun 220 kV endamúffa í Fjarðaáli

Skipt var um 220 kV endamúffur í afriðlum RF11, RF13, RF14 og RF15 og í eiginnotkunarspennum Aux1001 og Aux2001.

Grensásvegur

Endurnýjun Grensásvegar með hjólastígum

Hjólastígur var gerður sumarið 2016 á Grensásvegi, milli Miklubrautar og Bústaðavegar, samhliða fækkun akreina niður í eina í hvora átt. 

EFLA hannaði og sá um gerð útboðsgagna vegna framkvæmdanna.

Fitjalína jarðstrengslagnir

Fitjalína II - jarðstrengslagnir

Undirbúningur og hönnun 132 kV jarðstrengslagnar á milli Fitja og Helguvíkur á Reykjanesi til að tengja nýtt tengivirki Landsnets sem sér kísilveri United Silicon fyrir raforku.

Fjarðaál - afriðill í nýbyggingu

Nýr 92 MVA afriðill byggður og gangsettur fyrir Fjarðaál 35 MUSD verkefni eða um 4 milljarðar. EFLA sá um yfirverkefnisstjórn í verkefninu.

Fjarðabyggð - ljósleiðarakerfi

Hönnun og ráðgjöf á ljósleiðarakerfi í dreifbýli Fjarðabyggðar.

Flóðareikningar í Sørfold

Verkefnið snerist um að reikna hönnnunarflóð í 16 vatnsföllum í Sørfold í Norður-Noregi vegna vegagerðar og að koma með tillögur að rofvörnum þar sem þurfti.

Frammistöðuskýrsla Landsnets

Á hverju ári eru tekin saman greinargerð um hvernig gengið hefur á árinu áður að reka flutningskerfi Landsnets. Teknir eru saman stuðlar um afhendingaröryggi og fyrirvaralausar truflanir í flutningskerfinu.

Fráveitumál við Mývatn

Mývatn hefur sýnt merki ofauðgunar undanfarin ár, sem haft hefur mikil áhrif á lífríki vatnsins. EFLA var fengin til að skrifa um ástand fráveitumála á sjö stöðum á vatnasviði Mývatns og mat lagt á kostnað við aðgerðir til að draga úr áhrifum fráveitanna á lífríki vatnsins.

Gróska | Hugmyndahús - Bjargargötu 1

Sturlugata 6, CCP

Um er að ræða byggingu sem hýsa mun skrifstofur, veitinga-og kaffihús og þjónustu auk frumkvöðlaseturs. Byggingin er á fjórum hæðum auk bílakjallara. Á fyrstu hæð byggingarinnar verður gert ráð fyrir þjónustustarfsemi en skrifstofustarfsemi á efri hæðum. Höfuðstöðvar CCP verða staðsettar á 3.hæð byggingarinnar.

Grundarfjarðarlína 2

Grundafjarðarlína II

Undirbúningur og hönnun 66 kV jarðstrengslagnar á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur til að auka afhendingaröryggi raforku yst á Snæfellsnesi.

Göngu- og hjólabrú í Bergen

Hönnun á nýrri stálbrú yfir sjó, göngu- og hjólastíg, vatns- og fráveitukerfi, lýsingu, jarðtæknileg hönnun á fyllingum undir vatni og gerð útboðsgagna.

Göngubrú yfir Markarfljót við Þórsmörk

Hönnun á göngubrú yfir Markarfljót við Þórsmörk. Meðal áskorana við hönnunina er að gæta þess að brúin falli sem best að landslagi á svæðinu sem er næsta ósnortið. Einnig þarf að gæta þess að brúin geti staðist sterka vinda sem blása um svæðið.

Hafnarmannvirki í Nuuk

EFLA hannaði hafnarmannvirki sem er hluti af nýrri stórskipahöfn á Qeqertat í Nuuk, Grænlandi. Verkefnið er unnið í alverktöku með danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff fyrir Sikuki A/S.


Heildarverkefnið felst í stækkun hafnarinnar og hafnarsvæðisins í Nuuk sem og byggingu mannvirkja á hafnarsvæðinu: skrifstofubyggingu, verkstæði, pakkhúsi, kæli- og frystihús.

Balsfjord

Háspennulína í Noregi 420kV

Ofoten, Balsfjord, Norðland, Troms fylki, Norður Noregur

Statnett lætur nú leggja 150 km langa 420 kV háspennulínu frá Ofoten í Norðlandi til Balsfjord í Troms-fylki. Hún liggur um sjö sveitarfélög. Markmiðið er að tryggja afhendingaröryggi raforku í Norður-Noregi norðan við Ofoten, auk þess sem línan er forsenda fyrir frekari virkjun endurnýjanlegrar raforku í landshlutanum. Kostnaðaráætlun verksins er 3,2–3,7 milljarðar NOK.

raforka, kerfisáætlun

Háspennulína, 420 kV, í Noregi

Balsfjord, Skaidi, Tromsfylki, Finnmörk, raforka

Statnett lætur nú leggja 210 km langa 420 kV háspennulínu frá Balsfjord í Troms-fylki til Skillemoen í Finnmörku. Fyrirhugað er að framlengja línuna til Skaidi, um 90 km leið. Markmiðið er að tryggja afhendingaröryggi raforku í Finnmörku, auk þess sem línan er forsenda fyrir frekari virkjun endurnýjanlegrar raforku í landshlutanum. 

Stráið háspennumastur í Osló

Háspennulínumastur í Noregi

420 kV Hamang - Bærum - Smestad

Statnett í Noregi stóð fyrir hönnunarsamkeppni um nýja gerð 420 kV háspennulínumastra sem myndi falla vel inní þéttbýlt hverfi í Osló.


EFLA skilaði inn þremur tillögum í keppnina og lentu tillögur EFLU í tveimur efstu sætunum. Vinningstillagan heitir „Stráið“ en „Spíran“ hafnaði í öðru sæti. EFLA vann sínar tillögur í samstarfi með Evu Widenoju, iðnhönnuð frá Widenoja Design AS.

Hávaðakortlagning 2012-2017

Hávaðakortlagning vegna reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005 og tilskipunar 2002/49/EB var framkvæmd fyrir Vegagerðina og ýmis sveitarfélög.

Raud-handfong

Heilsuprótein ehf - Sauðárkróki

EFLA hefur unnið að spennandi verkefni með Heilsupróteini ehf. Viðfangsefnið er smíði nýrrar verksmiðju á Sauðárkróki sem vinna mun próteinduft úr mysu sem annars fellur til við framleiðslu osta á Sauðárkróki og Akureyri.

Ullevaal stadion

Hjóla- og göngubrú í Noregi

Hönnun á nýju mannvirki við Ullevaal leikvanginn í Osló

Hönnun á nýju mannvirki við Ullevaal leikvanginn í Osló, útfærsla á grunnskipulagi svæðis og gerð verkgagna. Stálbrú, steyptir rampar, göngu- og hjólastígar, vatns- og fráveitukerfi, dren, meðhöndlun yfirborðsvatns, raf- og fjarskiptalagnir í jörð, lýsing, landmótun, jarðtækni, mengunarmælingar og úttekt á byggingum á framkvæmdasvæðinu.

Hljóðhönnun - Höfðatorg

EFLA hafði umsjón með alhliða hljóðhönnun í nýbyggingu Höfðatorgs, skrifstofuhúsnæðis Reykjavíkurborgar. Byggingin hefur að geyma mikið af stórum opnum skrifstofurýmum, fundarherbergjum, matsal og móttöku á fyrstu hæð.

Hreinsistöð fráveitu á Akureyri

Verkefnið fólst í hönnun skólphreinsistöðvar til úboðs ásamt mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og ýmissi ráðgjöf varðandi leyfismál og mat á viðtaka.

Hönnun á vegköflum í Noregi

Hönnun á þremur vegköflum á vegi Fv710 í sveitarfélaginu Bjugn norðan Þrándheims. Verkið fólst í hönnun á nýjum göngu- og hjólastíg meðfram núverandi vegi ásamt breytingum á núverandi vegi, ofanvatnskerfum, veglýsingu, skiltum og merkingum og gerð útboðsgagna.

Hönnun brúar - Úlfarsá á Fellsvegi

EFLA hefur hannað brú yfir Úlfarsá á Fellsvegi fyrir Reykjavíkurborg. Brúin er eftirspennt plötubrú í þrem burðarhöfum, alls 46 m löng.

Langjökull, into the glacier

Ísgöngin Langjökli

Verkefnið gekk út á að þróa hugmyndina um göng fyrir ferðamenn inn í jökulinn, sinna öllum undirbúningi og hönnun og hafa umsjón með framkvæmdum. Vegna eðli verkefnisins var mikil áhersla lögð á umhverfis- og öryggismál.

Jarðgöng í Færeyjum

Árnarfjarðar- og Hvannasundstunnilin

Hönnun, forritun og gangsetning á umferðarstýringu fyrir stór farartæki  í einbreiðum jarðgöngum.

Jarðgöng og vegur - norður Noregur

Hönnun á tvennum jarðgöngum og 5,6 km löngum vegi með bráðabirgðatengingum. Einnig fól verkefnið í sér þverun stöðuvatns og hönnun á varnargarði gegn grjóthruni í brattri fjallshlíð, fráveitulagnir, umferðaröryggismál og skilti, umsjón með gerð útboðsgagna og samræmingarhönnun. EFLA framkvæmdi einnig áhættumat vegna umhverfismála og vinnuöryggis.

Jarðvarmavirkjun - forathugun og forhönnun

Orkuveita Reykjavíkur, Norðurál, Hverahlíð, Hengilssvæði

Norðurál og Orkuveita Reykjavíkur óskuðu eftir að EFLA  tæki að sér forathugun og forhönnun á útfærslum á 90MWe jarðvarmavirkjun við Hverahlíð á Hengilsvæðinu. 


Aðalmarkmið verkefnisins var að frumhanna, kostnaðargreina og meta framkvæmdarhraða ásamt greiningu á rekstrarkostnaði virkjunar og tímasetja skipulagsmál, boranir, hönnun, útboð, afhendingu á búnaði og uppbyggingu á virkjanasvæðinu.

Jarðvarmi og jarðfræðirannsóknir í Tyrklandi

Maspo Enerji

EFLA var fengin til að yfirfara allar jarðfræðirannsóknir og skýrslur um mögulega nýtingu á jarðvarma til raforkuframleiðslu fyrir Maspo Enerji í Tyrklandi. Hlutverk EFLU var að staðfesta hugmyndalíkan út frá nýjum segulsviðsmælingum og staðsetja næstu vinnsluholur til að ná að lágmarki 25 MWe raforkuframleiðslu. 

Stífla Kárahnjúkavirkjunar

Kárahnjúkastífla

Kárahnjúkar

EFLA sá um lokahönnun á öllum steinsteyptum mannvirkjum í Kárahnjúkastíflu ásamt því að gefa út viðeigandi vinnuteikningar.

raforka, kerfisáætlun

Kerfisáætlun Landsnets

Á hverju ári gefur Landsnet út Kerfisáætlun sem hefur að geyma ýmsar kerfisgreiningar og áætlanir Landsnets til næstu ára. EFLA hefur verið stór ráðgjafi í þessu verkefni og hefur unnið mikið að þeim kerfisgreiningum sem Kerfisáætlun byggir á.

Klafastaðir launaflsvirki

SVC virki,

Mannvirkið er svokallað SVC virki. þ.e. Static Var Compensator virki sem er ætlað að jafna út spennusveiflur og auka þannig gæði raforkunnar. Þetta er gert með spólum og þéttum. Stjórnun virkisins byggir á aflrafeindatækni – þýristorum.


Þetta er 220 kV launaflsvirki sem er sjálfvirkt og á að halda spennunni á Klafastöðum innan eðlilegra marka, einnig þegar truflanir verða í 220 kV kerfinu. Launaflsvirkið getur þrepað sig á sviðinu -100/150 MVAr. Þetta er fyrsti hlutinn í 400/220 kV tengivirki sem mun rísa þarna í framtíðinni.

Loftmynd af Geysi

Kortlagning Geysissvæðisins

EFLA var fengin til að kortleggja 2,5 km2 svæði á Geysissvæðinu í Haukadal. Nýta átti gögnin meðal annars við skipulagningu og hönnun svæðisins.

Spenningsoppgradering fra 300 til 420 kv

Landsnet - áreiðanleiki í flutningskerfi

Þriðja hvert ár er gefin út skýrsla á vegum Landsnets um hvernig afhendingaöryggi flutningskerfisins hefur þróast og reiknað er afhendingaöryggi á hverjum afhendingarstað.

Lysebruen Kópavogur 5

Ljósabrúin í Kópavogi - lýsingarhönnun

Brúin yfir Fífuhvammsveg liggur yfir eina umferðar þyngstu götu landsin og því mjög áberandi. Í upphafi hönnunar var ákveðið að gera meira úr lýsingunni en áður þekktist hérlendis. Auk hefðbundinnar umferðarlýsingar var ákveðið að útbúa sérstaka „skrautlýsingu“ með LED RGB tækni.

Loftmynd af bílastæðum í Skaftafellsþjóðgarði

Loftmyndir í Skaftafellsþjóðgarði

Vegna mikillar fjölgunar ferðamanna við Skaftafell þurfti að endurhanna bílastæði og aðkomu inn á svæðið. Ekki voru til nýlegar loftmyndir sem sýndi þær framkvæmdir sem höfðu verið unnar á síðustu árum. EFLA verkfræðistofa var fengin til að sjá um forhönnun á vegsvæðum og bílastæðum í samstarfi við Landslag landslagshönnuði.

Forum Verk og vit

Lýsingarhönnun á ráðstefnu í Laugardalshöll

EFLA tók þátt í Verk og vit 2016 sem fór fram í Laugardalshöll. Kynningarbásinn sem EFLA var með á svæðinu var hannaður með áhrifamikilli lýsingarhönnun sem lýsingarhönnuðir okkar áttu heiðurinn af. 
Reykjavík lysedesign 2

Lýsingarhönnun á Vetrarhátíð í Reykjavík

Vetrarhátíð er hátíð ljóss og myrkurs sem er haldin árlega í Reykjavík. EFLA fékk það skemmtilega verkefni að vekja til lífs hinar ýmsu styttur bæjarins og gæða þær lífi með ljósi og hljóði. 
Alvothech lysedesign 4

Lýsingarhönnun í hátæknisetri Alvotech

EFLA sá m.a. um lýsingarhönnun fyrir  byggingu hátækniseturs Alvotech og Alvogen, jafnt almenna lýsingu sem og neyðar- og öryggislýsingu byggingarinnar. Ljósgjafar eru ýmist LED eða T5 flúrperulampar.

Landsbankinn lysedesign

Lýsingarhönnun í Landsbankanum Reykjanesbæ

EFLA sá um hönnun lýsingar fyrir Landsbankann í Reykjanesbæ þegar innréttingar bankans voru endurhannaðar og innréttaðar að nýju á árunum 2012 - 2013. 

Lýsingartækni í Noregi

Harstad, þéttbýlisstaður í Tromsfylki í norður Noregi

Hönnun veg- og gangstígalýsingar, lýsing í undirgöngum og við göngubrú. Skrautlýsing í hringtorgum og undirgöngum.

Mat á ræstingum - Isavia

Isavia ohf. ákvað að bjóða út ræstingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) samkvæmt staðlinum INSTA 800, annað fyrirtækið á Íslandi til að fylgja þeim staðli við mat á gæðum ræstingar. Isavia leitaði til EFLU um ráðgjöf við gerð útboðsgagna sem uppfylltu kröfur staðalsins.

Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar

EFLA framkvæmdi mat á umhverfisáhrifum á tveimur umhverfisþáttum fyrirhugaðrar 95 MW Hvammsvirkjunar í Þjórsá, þ.e. áhrif virkjunarinnar á ferðaþjónustu og útivist annars vegar, og landslag og ásýnd lands hins vegar. 

Snæfellsbær vindorka

Mat vegna vindorku og vatnsaflsvirkjunarkostum

Endurskoðað aðalskipulag Snæfellsbæjar

Vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar var óskað eftir að EFLA  ynni mat á vindorku á fyrirfram skilgreindu svæði auk þess sem frumathugun á vatnsaflsvirkjunarkostum yrði framkvæmd innan sveitarfélagsins.

Neðansjávarjarðgöng í Noregi

Tromsøysundtunnelen

Endurnýjun á rafbúnaði, lýsingu, fjarskiptabúnaði, umferðarstýringum og fleira í neðansjávargöngum.

Norðurál, skjámyndakerfi -uppfærsla

Verkefnið felst í uppfærslu á gömlum skjámyndakerfum í verksmiðju Norðuráls og útskiptum á hugbúnaði til að auka öryggi og áreiðanleika í netkerfum.

Vestre Korridor

Rafmagnsmöstur í Noregi, 420 kV

Vestre korridor, Feda, Rogaland

Statnett vinnur að því að styrkja og útvíkka flutningskerfið í Suður- og Vestur-Noregi (Vestre korridor), á svæðinu frá Feda í Suður-Noregi (á Vestur-Ögðum) til Sauda á Rogalandi (austan við Haugasund).


EFLA vinnur að burðarþols- og raftæknilegri hönnun línanna.

Raforkuspá

Orkuspárnefnd er samstarfsvettvangur nokkurra helstu fyrirtækja, stofnana og samtaka í orkuiðnaðinum hér á landi auk Hagstofu Íslands og Þjóðskrár. Raforkuhópur orkuspárnefndar vinnur að gerð raforkuspáa sem gefnar eru út á um fimm ára fresti auk þess sem spárnar eru endurreiknaðar árlega út frá nýjum gögnum um orkunotkun og þróun þjóðfélagsins.

Raufarhólshellir - uppbygging

Hönnun og aðstoð við framkvæmdir við uppbyggingu staðarins fyrir ferðaþjónustu. Bílastæði var stækkað, þjónustuhús byggt upp ásamt öllum veitum fyrir það og ásamt gönguleiðum, pöllum og lýsingu inni í sjálfum hellinum.

Rekstrarskoðanir leiksvæða í Reykjavík

Öryggis- og rekstrarskoðanir allra skólalóða, leikskólalóða og opinna svæða.

Rogaland - skoðun á umferðarhávaða

EFLA var fengin til að taka út og skoða umferðarhávaða í Rogaland fylki í Noregi og koma með mótvægisaðgerðir þar sem þörf var á. 
Síldarvinnslan

Síldarvinnslan - heildarþjónusta

EFLA hefur um árabil veitt Síldarvinnslunni hf. heildarþjónustu á sviði rafmagnshönnunar fyrir afldreifingu og iðnaðarstýringu, s.s. stjórn og eftirlitskerfi vegna sjálfvirknivæðingar. 


Þá hefur EFLA komið að verkefnastýringu og ráðgjöf vegna orkukaupa fyrir fiskmjölsverksmiðjur og fiskiðjuver fyrirtækisins.

Snæfellsstofa, Gestastofa á Skriðuklaustri

Gestastofan hýsir þjónustumiðstöð þjóðgarðsins með sýningar- og kennsluaðstöðu auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði.


Við hönnunina var lögð sérstök áhersla á tengsl byggingarinnar við umhverfið og vistræn sjónarmið eru höfð í hávegum.

Spennuhækkun í S-Noregi, frá 300 kV til 420 kV

Statnett vinnur að því að auka flutningsgetu margra fyrirliggjandi háspennulína, með því að hækka hitastig eða spennu á 300 kV tvíleiðurum upp í 420 kV. EFLA hefur aðstoðað Statnett í þessu verkefni frá 2009. Fyrst við undirbúning, með þróun vinnulags, aðferða og forrita og síðan við hönnun, framkvæmdir og frágang á verkstað.

Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum - fyrstu skref

EFLA og teiknistofan Eik á Ísafirði unnu saman að verkefninu í samstarfi við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Tildrög verkefnisins eru að talsverðar breytingar hafa orðið í atvinnulífi á Vestfjörðum undanfarin ár m.a. með fjölgun ferðamanna og auknu fiskeldi. Ásamt því sem fyrirhugaðar eru miklar breytingar vegna tilkomu jarðganga og heilsársvegs sem mun tengja saman norðan- og sunnanverða Vestfirði. 

Vinnslustöð Íslandsbleikju í Grindavík

Stjórnkerfi fyrir fiskeldisstöð

Íslandsbleikja

EFLA sá um uppbyggingu á sjálfvirku fóðurkerfi og dælustýringu fyrir fiskeldisstöð Íslandsbleikju
Álver Norðuráls við Grundartanga í Hvalfirði

Stjórnkerfi í steypuskála

Norðurál, ofn 1, steypulína 1, Steypulína

Helsta markmið verkefnisins er að uppfæra rafkerfi og stjórnkerfi við steypulínu þannig að það samræmist gildandi stöðlum Norðuráls.

Þeistareykjarvirkjun

Stjórnkerfi og fjarskiptakerfi Þeistareykjavirkjunar

Nýjasta jarðgufuvirkjun Landsvirkjunar

EFLA sér um forritun, prófanir og gangsetningu á stjórnkerfum Þeistareykjavirkjunar, ásamt því að hanna og veita ráðgjöf um þráðlaus fjarskiptakerfi í stöðvarhúsi. 

Strætórein við Rauðagerði

Hönnun strætóreinar á Miklubraut við Rauðagerði, göngu- og hjólastígs, einnig hljóðvarna með gróðri milli götu og stíga.

Umferðarupplýsingar beint í bílinn

Rannsóknar og þróunarverkefni unnið fyrir Vegagerðina 2012 og uppfært 2017, vegna möguleika á að koma umferðarupplýsingum til GPS tækja í bílum.

Umferðaröryggi skólabarna

EFLA sá um að framkvæma úttekt á umferðaröryggi skólabarna við grunnskóla í Hafnarfirði og koma með tillögur að úrbótum.

Umhverfisstjórnun - Isavia

Ráðgjafar EFLU hafa unnið náið með starfsfólki Isavia við gerð umhverfisgreiningar á öllum starfsstöðvum og skilgreiningu á mikilvægum umhverfisþáttum, sem er forsenda umhverfisstefnu ásamt markmiðum og aðgerðaráætlun. Umhverfisstefna var samþykkt og innleidd í starfsemi Isavia.

Undirgöng við Reykjanesbraut

Suðurholt í Hafnarfirði

Hönnun á undirgöngum undir Reykjanesbraut við Suðurholt í Hafnarfirði. Hönnun á framhjáhlaupi fyrir umferð á framkvæmdatíma. Gerð kostnaðaráætlunar og útboðsgagna ásamt umsjón með þjónustu á verktíma.

Unnargrund - Raðhús

Verkfræðihönnun á raðhúsahverfi í Garðabæ sem inniheldur 25 raðhús sem hvert um sig er 150m2.

Uppbygging ferðamannaaðstöðu

Klósett, salerni, ferðamenn, ferðamannaaðstaða, stjórnstöð ferðamanna, stjórnstöð ferðamála

Þrjár skýrslur voru unnar varðandi uppbyggingu salernisaðstöðu fyrir ferðamenn. Gerð var ástandsgreining á öllu landinu, kostnaður metinn við uppbyggingu og rekstur og tillögur gerðar.

Uppsjávarfrystihús Eskju

Frystihús Eskju

Eskja hf. tók í notkun nýtt hátæknivætt uppsjávarfrystihús á Eskifirði. Húsið er 7000 m2 að stærð og eru allir vinnsluferlar sjálfvirkir. Myndgreining hráefnis ásamt snertilausum frystum tryggja hámarksgæði afurða.


EFLA sá um byggingarhönnun fyrir nýtt uppsjávarfrystihús Eskju, hönnun aðaluppdrátta o.fl.

Urriðaholt

Um er að ræða uppbyggingu á nýju íbúðahverfi í Urriðaholti í Garðabæ þar sem EFLA hefur séð um hönnun gatna, stíga, fráveitukerfis, grænna ofanvatnslausna, gatnalýsingu ásamt gerð lóðarblaða. Hverfið leggur mikla áherslu á ofanvatnslausnir en þær eru hannaðar af EFLU ásamt Landslagi.

Vaðlaheiðargöng

EFLA var eftirlitsaðili með framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng , sem eru 7,2 km löng göng milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals.
Keiseras vegur

Vegagerð í Þrændalögum

Fv715 Keiserås - Olsøy

Hönnun á 16,5 km löngum vegi,  Fv. 715 Keiserås - Olsøy sem er partur af tollvegakerfinu Fosenvegene.

Verne Global gagnaver

EFLA tók þátt í framkvæmdum við stækkun gagnavers Verne Global, sem er stærsta gagnaver á Íslandi, og sá um alverktöku varðandi hönnun, forritun og uppsetningu á stjórnkerfi fyrir kælikerfi í gagnaverið.

Vindlundir á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu

EFLA vann frumhönnun/verkhönnun og fýsileikagreiningu fyrir vindlundi á nokkrum mögulegum svæðum á Hafinu, hraunsléttunni ofan við Búrfell.

EFLA vann auk þess ýmsar rannsóknir vegna verkefnisins og kom að mati á umhverfisáhrifum og Rammaáætlun með því að leggja til ýmis gögn inn í þá vinnu.

Vistferilsgreining fyrir orkuframleiðslu

Vistferilsgreining raforkuvinnslu með vindorku við Búrfell.

Vöktun loftgæða og vefgátt á Bakka

Umsjón með vöktunarbúnaði, sýnataka, mælingar og birting uppýsinga í vefgátt.

Ylgarður

Ylgarður er innigarður sem hægt er að nota allt árið í þægilegu andrúmslofti. Verkefnið er frumkvöðlaverkefni sem miðar að því að þróa tæknilega fullkomið mannvirki sem hleypir inn dagsljósi, skartar mismunandi gróðri allt árið um kring, hitastig og loftgæði eru í jafnvægi og lýsing er vekjandi og falleg. Öllum þessum þáttum er stýrt af stjórntölvu, tengdri við mæla og annan búnað Ylgarðsins.

Þarfagreining fyrir sorpmál Ísafjarðarbæjar

Þarfagreining og lausnir í sorpmálum Ísafjarðarbæjar.

Þeistareykjarvirkjun

Þeistareykjavirkjun - eftirlitsþjónusta með byggingum og veitum

EFLA sér um framkvæmdaeftirlit með byggingu stöðvarhúss fyrir tvær 45 MWe vélasamstæður og byggingu veitukerfis Þeistareykjavirkjunar.

Þróun raforkuverðs á Íslandi 2005 - 2015

Kostnaður heimila við raforkuöflun, þróun orkuverðs og tekjumarka.

EFLA tók saman skýrslu þar sem teknar eru saman upplýsingar um þróun heildartekna af raforkuafhendingu til rafhitaðs heimilis sem notar 30.000 kWh/ári og 85% orkunnar fer til hitunar húsnæðis og jafnframt er sýndur kostnaður notandans. Ennfremur eru teknar saman tölur um skatta, verðjöfnun og niðurgreiðslur. Skoðuð er þróunin frá því raforkulögin tóku gildi árið 2005 og til ársins 2017.

Sigurros_studio

Æfingarými fyrir Sigur Rós

Hljóðver

EFLA verkfræðistofa kom að gerð nýs hljóðvers fyrir hljómsveitina Sigur Rós, þar sem sérfræðingar hljóðvistarsviðs EFLU útfærðu alhliða hönnun á hljóðvist rýmisins. 

Öryggis- og heilbrigðisáætlun Háskólans í Reykjavík

Markmið verkefnisins var að gera áhættumat starfa hjá Háskólanum í Reykjavík (HR). Áhættumatið náði til allra starfseininga skólans.