VIÐSKIPTAÞRÓUN

shutterstock_7795192crop

Viðskiptaþróunarsvið er stoðsvið fyrir framkvæmdastjórn og markaðssvið fyrirtækisins og fyrirtæki tengd EFLU á markaði. Sviðið starfar innanlands og á erlendum mörkuðum í samræmi við stefnu fyrirtækisins hverju sinni.

 

Starfsemi sviðsins miðast við að meta, virkja, bæta og hrinda í framkvæmd álitlegum viðskiptahugmyndum sem koma fram innan samsteypunnar, fyrirtækinu og tengdum fyrirtækjum til framdráttar. Starfsemin skal um leið stuðla að innri uppbyggingu og auknum styrk á innanlandsmarkaði ekki síður en vexti út á við, og opna og þróa viðskipti á nýjum mörkuðum.

 

Meginmarkmið er að styrkja núverandi starfsemi samsteypunnar og koma upp nýjum starfsstöðvum innan Evrópu, allt frá Norðurlöndum og Rússlandi suður til Tyrklands, með höfuðáherslu á grunngerðarkerfi og virkjanir. Er þá meðal annars átt við hefðbundna ráðgjöf um hönnun, verkefnisstjórnun og verkeftirlit.

 

Verkefnaþróun við virkjun endurnýjanlegra orkuauðlinda er einnig á borði viðskiptaþróunarsviðs. Í henni felast hugmyndir að virkjun auðlinda, undirbúningsvinna og hönnun, tengslamyndun auk þátttöku í og eignaraðild að verkefnum.

 

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Sviðsstjóri

Hafsteinn Helgason

Sími: 412 6000 Beint: 412 6102

Fax: 412 6001

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

DEILA Email PLG_ITPSOCIALBUTTONS_SUBMIT
Prentvæn útgáfaPrentvæn útgáfa