Verkefni 2022

EFLA hefur verið brautryðjandi í að kynna og innleiða nýsköpun þar sem vistvæn nálgun er höfð að leiðarljósi. Í allri ráðgjöf og verkefnum leitast starfsfólk EFLU ávallt við að benda viðskiptavinum og samstarfsaðilum á umhverfisvæna valkosti þegar það er tæknilega og fjárhagslega mögulegt.

Eftirfarandi eru nokkur verkefni frá síðasta ári sem tengjast samfélagslegri ábyrgð og áherslum heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

vefur-orkuskipti-1

NÝR UPPLÝSINGAVEFUR UM ORKUSKIPTI
Í október opnaði nýr upplýsingavefur, orkuskipti.is. Vefurinn er hugsaður sem upplýsingaveita til almennings um orkuskipti, orkunotkun og áhrif þeirra. Vefurinn var formlega opnaður á fundi þar sem farið var yfir orkunotkun á Íslandi og orkuskiptin sem eru framundan. Auk EFLU komu
Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun og Samorka að verkefninu.

FORHÖNNUN Á NORSK SKOGFINSK SAFNINU
EFLA kom að forhönnun á safni um norsku skógarfinnana eða Norsk Skogfinsk Museum, í Svullrya í sveitarfélaginu Grue í Noregi, nálægt sænsku landa- mærunum. Starfsfólk EFLU annaðist rafmagnstæknilega hönnun, byggingar- eðlisfræði og jarðtækni.

NÝ NÁLGUN VIÐ GERÐ KOSTNAÐARÁÆTLANA
EFLA var þátttakandi í verkefni um samræmda aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana. Verulega hefur vantað upp á að fræðileg þekking og stöðluð vinnubrögð séu nýtt til áætlunargerðar hérlendis og þá sérstaklega í mannvirkjageiranum. Hér á landi eru reglur um kostnaðaráætlanir opinbera framkvæmda mun frjálslegri en víðast hvar erlendis. Því mun hin nýja aðferðarfræði mun nýtast framkvæmdaaðilum og öllum hlutaðeigandi bæði í einka- og opinbera geiranum. Auk EFLU hafa Samtök Iðnaðarins, Félag ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirki – félag verktaka og Samtök arkitekta- stofa með stuðningi Framfararsjóðs SI unnið að verkefninu sem var kynnt í október.

RAFVÆÐING SUNDAHAFNAR
Starfsfólk EFLU hafði yfirumsjón með landtengingu flutningaskipa Eimskips við Sundahöfn sem var formlega tekin í notkun í desember. Hlutverk EFLU fólst í skilgreiningu á verkefninu, hönnun, útboði og vali á búnaði og umsjón með verksamningum þeirra verktaka sem komu að verkefninu. Þetta verkefni er tímamótaverkefni á sviði loftlagsmála á íslandi þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengandi efna frá flutningastarfsemi. Nú er hægt að landtengja stærstu skip Eimskips við rafmagn þegar þau eru í Sundahöfn í stað þess að keyra ljósavélar sem ganga fyrir olíu. Olíunotkun mun minnka um allt að 240 tonn á ári sem jafngildir útblæstri á um 750 tonnum af koltvísýringi (CO2 ).

SAMNINGUR UM SKIPULAGSRÁÐGJÖF Í GARÐABÆ
EFLA og Arkþing – Nordic munu í sameiningu vinna að gerð rammahluta aðalskipulags fyrir þróunarsvæði A ásamt Hafnarfjarðarvegi milli bæjarmarka Garðabæjar, en samningur þess efnis var undirritaður í apríl.

FORHÖNNUN Á LANDELDISSTÖÐ Í VESTMANNAEYJUM
EFLA hefur gengið frá samningi við Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) um forhönnun 10.000 tonna landeldisstöðvar fyrir lax við Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Forhönnunin felur m.a. í sér þrívíða teiknivinnu af eldiskerjum, lögnum, raflögnum, helstu mannvirkjum og tæknikerfum ásamt afmörkuðum hönnunarútfærslum og valkostagreiningum. Vinna við forhönnunina er hafin og er áætlað að henni ljúki í desember á þessu ári. Stefnt er að því að framkvæmdir við eldistöðina geti hafist sumarið 2023.

HEILSUSAMFÉLAG Í HVERAGERÐI
Fyrsta skóflustungan að heilsusamfélagi við Lindarbrún í Hveragerði var tekin í byrjun maí. EFLA ásamt arkitektastofunni Arkþing Nordic unnu hugmyndasamkeppni fyrir svæðið og munu hanna alls 84 sjálfbærnivottaðar íbúðir á svæðinu. Íbúðunum er skipt í fimm klasa sem eru tengdir saman með upphituðum göngustígum. Hleðslustöðvar eru fyrir rafbíla og hjól og góðar göngu- og hjólaleiðir. Sérstök áhersla verður lögð á nálægð við náttúruna, gott göngustígakerfi sem tengist bæjarstígum.

ALDA – BRÚ YFIR FOSSVOG
Samningur um hönnun á nýrri brú yfir Fossvog var undirritaður í höfuðstöðvum EFLU í maí. Hönnunartillagan var unnin af EFLU í samstarfi við BEAM Architects og bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni Vegagerðarinnar. Nýja brúin er ætluð gangandi og hjólandi vegfarendum ásamt því að vera lykillinn að leið Borgarlínunnar yfir Fossvog. Brúin lokar 5 km hring um Fossvog og eykur enn á notagildi og aðdráttarafl svæðisins. Hönnun brúarinnar er sveigjanleg og fellur vel að núverandi skipulagi á svæðinu og jafnframt að þeirri þróun sem vænta má til framtíðar. Hún svarar ákalli um metnaðarfullt og eftirtektarvert mannvirki sem fellur að
einstöku náttúrulegu umhverfi Fossvogsins.

Unnin

SKÓGARBÖÐIN Í EYJAFIRÐI
EFLA sá um verkfræðihönnun Skógarbaðanna í Eyjafjarðarsveit sem voru opnuð fyrir almenning í maí. Samstarfsaðilar EFLU voru hönnuðir frá Basalt Architects og Landslagi. Um er að ræða nýjan áningarstað ferðamanna við rætur Vaðlaheiðar.

HÖNNUN VIÐBYGGINGAR VIÐ ENDURHÆFINGARDEILD GRENSÁSS
Í ágúst var undirritaður samningur milli EFLU, Nýs Landspítala ohf. og Nordic Office of Architecture um fullnaðarhönnun 3.800 fermetra viðbyggingar við endurhæfingardeild Grensáss. Gert er ráð fyrir að hönnunarferlið taki um það bil eitt ár og að því loknu verði unnt að hefja framkvæmdir.

SAMSTARF VIÐ CARBFIX UM FORHÖNNUN CODA TERMINAL
EFLA samdi í apríl við Carbfix um forhönnun á Coda Terminal, fyrirhugaðri móttöku- og förgunarstöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík. Forhönnunin felur meðal annars í sér þarfagreiningu og frumhönnun á búnaði og byggingum, valkostagreiningar og mat á skipulagsmálum, kostnaði og tímaáætlunum.

Efnisyfirlit