Fagið

Fyrirsagnalisti

jún. 20, 2023 Fagið : Hafnarskipulagsgreining fyrir uppbyggingu Grindavíkurhafnar til skemmri og lengri tíma

Grindavíkurhöfn er ein af stærri fiskihöfnum landsins og hlutur hafnsækinnar starfsemi í atvinnulífi Grindavíkurbæjar er mikill. Framlag Grindavíkurhafnar til íslenskra hafnartekna var rúm 2.2% árið 2021 og höfnin er því mikilvæg fyrir bæði nærsamfélagið og landið allt. 

jún. 8, 2023 Fagið : Hugleiðingar um flóðalíkön

Flóð eru viðburðir sem við heyrum af alltaf annað slagið hérlendis, hvernig flóð sem það gætu verið. Flóð geta átt sér mismunandi uppruna, sjávarflóð, flóð frá árfavegum, innviðabrestir, sem og flóð frá uppfullu fráveitukerfi, svo eitthvað sé nefnt.

feb. 24, 2023 Fagið : Vestmannaeyjahöfn skipulagsgreining

Vestmanneyjahöfn er ein af stærri höfnum landsins og tilheyrir grunneti samgangna á Íslandi og er hlutur hafsækinnar starfsemi í atvinnulífi Vestmannaeyjabæjar mikill.

Raforka

des. 5, 2022 Fagið : Ræður raforkukerfið við orkuskipti?

Hvernig borðarðu fíl? Með því að taka einn bita í einu. Það segir að minnsta kosti máltæki sem kennt er við Desmond Tutu. Spekin á vel við þegar kemur að flestum stórum verkefnum líkt og metnaðarfullum áætlunum um orkuskipti.

blogg-unnid-1

nóv. 7, 2022 Fagið : Að takast á við óvissu í hafnarskipulagi

Hafnir eru flókin kerfi sem innihalda mismunandi innviði þar sem hver hefur sína sérstöku virkni/tilgang. Flækjustig kerfisins mótast af viðskiptaneti þess, löngum líftíma, fjölda hagsmunaaðila (sjá Skipulagsgerð fyrir hafnir og skilvirk þátttaka hagsmunaaðila), nærsamfélagi og umhverfi og þjóðhagsstærðum (sjá Greining á farmflæði).

Vifilsstadaland-skipulag

okt. 3, 2022 Fagið : BREEAM fyrir skipulag

Hjá EFLU starfa sérfræðingar sem hafa víðtæka reynslu og réttindi til að sinna BREEAM vistvottunum fyrir skipulagsáætlanir, nýbyggingar, endurgerð bygginga, byggingar í rekstri og nú nýlega einnig vistvottun á innviðum. 

Mynd1-majid

júl. 12, 2022 Fagið : Spá um afköst hafna

Spálíkön fyrir afkastagetu hafna gegna mikilvægu hlutverki í skipulagningu og stjórnun hafnarinnviða. Ákvarðanir um nýjar fjárfestingar sem miða að því að auka afköst ættu að byggja á aukinni eftirspurn. Skert afkastageta getur haft áhrif á afkomu og þar af leiðandi samkeppnisstöðu hafnarinnar vegna þrengsla og lengingar á biðtíma. Á hinn bóginn leiðir umframgeta (e. overcapacity) til minni hagkvæmni í hafnarframkvæmdum.

orkuskipti-i-skipum-blogg

júl. 4, 2022 Fagið : Raforkuþörf vegna orkuskipta í skipum

Eldsneytissala til skipa á Íslandi hefur verið í kring um 250 kílótonn af olíu á ári síðustu ár. Þar fyrir utan hafa íslensk skip keypt olíu erlendis, sem samkvæmt tölum Hagstofunnar losar 100 kílótonn á ársgrundvelli.
Þessar tölur gefa okkur vísbendingar um mögulega stærð eldsneytismarkaðar á Íslandi, væri eldsneyti á skip framleitt hér.

Amedan

maí 27, 2022 Fagið : Greining á farmflæði

Greining á afköstum hafna er krefjandi verkefni þar sem hún inniheldur flókið samspil margs konar farmtegunda og annarra áhrifaþátta. Að bera kennsl á mikilvægustu farmtegundir hverrar hafnar er mikilvægt fyrir stefnumótun í skipulagi hafnarinnar og auðveldar rekstrarákvarðanir og hagkvæmari eignanýtingu. Rekstraráform og fjárfesting í hafnainnviðum ætti að stýrast af þörfinni fyrir tiltekna flutninga og uppskipun. Réttar fjárfestingarákvarðanir tengdar afkastagetu hafnar með tilliti til skilgreindrar farmgerðar hjálpa til við að vinna markaðshlutdeild og styrkja samkeppnisstöðu hafnarinnar.

apr. 5, 2022 Fagið : Árangur hafnarskipulags

Hafnir eru hlið viðskipta og hafa veruleg áhrif á náttúrulegt umhverfi sitt sem og lífsgæði nærliggjandi samfélags. Skipulag hafna tengist fjölmörgum hagsmunaaðilum með ólík áhugasvið og hagsmuni sem vilja að hafnarskipulagið taki tillit til þeirra markmiða. Til að ná markmiðum hagsmunaaðila ætti árangur að vera skilgreindur í áætluninni. Hins vegar er það krefjandi verkefni að skilgreina árangur í hafnarskipulagi.

hampsteypa

nóv. 12, 2021 Fagið : Hvað er hampsteypa?

Byggingariðnaðurinn er talinn vera ábyrgur fyrir um 39% kolefnislosunar á heimsvísu og því mikilvægt að huga að vistvænum lausnum þegar kemur að efnisvali í byggingaframkvæmdum. EFLA rannsakaði möguleika á nýtingu hampsteypu, framleidda úr iðnaðarhampi, við íslenskar aðstæður en hampsteypa er vistvæn lausn sem getur nýst við mannvirkjagerð. Við förum yfir niðurstöður rannsóknarinnar í greininni og næstu skref varðandi þessa lausn. 

Myndmæling hjá EFLU

ágú. 24, 2021 Fagið : Hvað eru stafrænir tvíburar?

Hugtakið stafrænir tvíburar er nýtt af nálinni og er það notað í samhengi við myndmælingar og framsetningu hluta í tölvu. Í þessu bloggi er fjallað um stafræna tvíbura, hvernig þeir eru búnir til, hvaða búnað þarf að nota, hver er ávinningurinn og helstu áskoranir.
Sólarorka á norðlægum slóðum - rannsóknarverkefni EFLU

júl. 23, 2021 Fagið : Nýting sólarorku til rafmagns- og varmaorkuframleiðslu

Það er ýmislegt sem bendir til þess að nýta megi sólarorku, bæði til raf- og varmaorkuframleiðslu, í meira mæli heldur en gert. Það gæti t.d. nýst til húshitunar á afskekktum stöðum og viðkvæmum landssvæðum. Til að kanna fýsileika þess að nýta sólarorku til raf- og varmaorkuframleiðslu á Íslandi setti EFLA upp tilraunasólarorkuver á svölum þakhæðar og rannsakaði málið. 

Byggingarframkvæmdir og EFLA

apr. 16, 2020 Fagið : Rakaöryggi byggingaframkvæmda

Rakavandamál í byggingum eru reglulega í umræðunni og flestir sammála um að víða er úrbóta þörf. Greinarhöfundar fara yfir verklag til að fyrirbyggja rakavandamál í byggingum og benda á þætti sem þarf að taka tillit til bæði í hönnunar- og byggingarfasa.

Starfsstöð EFLU

feb. 28, 2020 Fagið : Hljóðvist í opnum vinnurýmum

Góð hljóðvist á vinnustað hefur jákvæð áhrif á líðan, einbeitingu og afköst starfsmanna. Að sama skapi getur mikið hávaðaáreiti valdið streitu, heyrnarskaða og minnkað framlegð í verkefnum. En hverju þarf að huga við hönnun hjóðvistar og hvað er til ráða ef hljóðvistin er léleg? Hljóðverkfræðingar EFLU gefa góð ráð í blogginu.

Ísing á línum

des. 12, 2019 Fagið : Ísingarvá á loftlínum á Íslandi

Flutnings- og dreifikerfi raforku verður fyrir mikilli áraun í veðurofsa og þegar mikil ísing hleðst á loftlínur. Þrjár megingerðir ísingar eru slydduísing, skýjaísing og frostregn. Hér á landi hefur slydduísing verið mesti skaðvaldurinn og hún getur myndast hvar sem er, en mismikið eftir svæðum. Tíðni og magn slydduísingar er meira á Íslandi en þekkist í öðrum löndum. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á magni, tíðleika og eðli ísingar. Þær eru að frumkvæði Landsnets og undir umsjón Árna Jóns Elíassonar. EFLA hefur komið að ísingarrannsóknum fyrir orkufyrirtækin í um 40 ár. Á undanförnum árum hefur Belgingur einnig komið að þessum rannsóknum. Landsnet, EFLA og Belgingur hafa í sameiningu birt nokkrar greinar um ísingu á alþjóðlegum vettvangi.

Hljóðhönnun á Höfðatorgi

júl. 16, 2019 Fagið : Vindafar í byggð

Taka þarf tillit til vindafars við hönnun bygginga og skipulags borgarsvæða. Mikilvægt er að hönnun leiði ekki af sér óþægilegar eða hættulegar aðstæður þar sem byggingar geta myndað staðbundna vindhröðun, vindstrengi og hvirfla sem geta verið óæskilegir fyrir notendur. En hvernig er hægt að herma vindflæði í kringum byggingar og meta vindaðstæður og áhrif þeirra á notendur? Við vörpum ljósi á málið í greininni.

sökkræsi

maí 13, 2019 Fagið : Sökkræsi í stað skólpdælustöðva?

Er hægt að nota sökkræsi í stað dælustöðva við hönnun fráveitukerfa? EFLA segir frá verkefni á Austurlandi þar sem það var reynt með góðum árangri. 

Þekkjum við þökin okkar

feb. 15, 2019 Fagið : Þekkjum við þökin okkar?

Hefðbundin létt þök með þunnu loftbili hafa verið byggði í áratugi á Íslandi með ásættanlegum árangri hingað til. Ýmsar breytingar síðastliðin ár hafa gert það að verkum að sífellt eru að koma upp fleiri atvik þar sem framkvæma þarf kostnaðarsamar endurbætur snemma á líftímanum. EFLA telur ráðlegt að rannsaka þessa þakgerð nánar með tilliti til varma- og rakaflæðis en jafnramt skoða aðra áhættuminni valkosti 

Þrif samkvæmt INSTA 800

des. 11, 2018 Fagið : Er hægt að meta gæði ræstinga?

Oftar en ekki kemur upp ágreiningur um gæði ræstinga og hvernig skilgreint er hvað sé hreint og hvað er skítugt. Með aðferðafræði gæðakerfisins INSTA 800 er hægt að skilgreina gæði þrifa og um leið minnka líkurnar á ágreiningi um ræstingar húsnæðis. 

Rafmagn í Reykjavík

nóv. 7, 2018 Fagið : Hvað kostar að byggja og reka mannvirki?

Líftímakostnaður mannvirkja (LCC), sem aðallega eru húsbyggingar, er skilgreindur heildarkostnaður bygginga frá vöggu til grafar, þ.e. greining á öllum kostnaði bygginga. Tilgangurinn með kostnaðargreiningunni er að sýna fram á hversu mikið það kostar í rauninni að byggja og reka mannvirki í ákveðinn árafjölda, en áætlaður líftími bygginga er oftast áætlaður 60 ár.

jún. 12, 2018 Fagið : ISO 31000:2018 – Ný útgáfa staðals um áhættustjórnun

Út er komin endurskoðuð útgáfa af alþjóðlega staðlinum um áhættustjórnun: ISO 31000:2018 Risk Management – Principles and Guidelines. Staðlinum er ætlað að vera almennur grunnur og leiðbeiningar fyrir alla áhættustýringu.