Fagið

Árangur hafnarskipulags

hafnarskipulag, strandflutningar, hafnarstarfsemi, hafnarsvæði, hafnarstjórn, hafnarþróun,

apr. 5, 2022 Fagið

Höfundur

Hafnir eru hlið viðskipta og hafa veruleg áhrif á nátturulegt umhverfi sitt sem og lífsgæði nærliggjandi samfélags. Skipulag hafna hefur áhrif á fjölmarga hagsmunaaðila, sem vilja að hafnarskipulagið þjóni þeirra hagsmunum. Til þess að koma til móts við sjónarmið þeirra aðila þarf það að vera skilgreint í skipulaginu að þörfum þeirra sé mætt. Það er hins vegar krefjandi verkefni að skilgreina árangur af hafnarskipulagi.

Í þessu verkefni hefur því verið skilgreint matskerfi til að meta árangur af hafnarskipulagi. Kerfið sameinar árangursmiðaða aðferðafræði, greiningu hagsmunaaðila og rökfræði.

Rannsóknarverkefnið var unnið fyrir Hafnir Ísafjarðarbæjar. Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur umsjón með fjórum höfnum: Ísafjarðarhöfn (Mynd 1), Suðureyrarhöfn, Flateyrarhöfn og Þingeyrarhöfn.

Hafnirnar eru misjafnar að stærð, virkni, landfræðilegum- og siglingaraðstæðum.

Hafnirnar eru staðsettar við aðalleið strandflutninga umhverfis landið. Árstíðabundin hafnarstarfsemi, dýptar- og bryggjutakmarkanir og takmarkað nærliggjandi landsvæði hafa áhrif þegar hafnirnar vaxa til að mæta aukinni eftirspurn. Markviss þróun hafnarsvæðanna er því eitt megin viðfangsefni hafnarstjórnar Ísafjarðar.

Mynd 1. Ísafjarðarhöfn. Mynd | Majid Eskafi.

Átta markmið ákvörðuð

Þetta verkefni er byggt á 51 viðtali sem tekið var með það að markmiði finna gildi hafnarþróunar á svæðinu. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem svo ítarleg viðtöl eru tekin í þeim tilgangi að ná utan um sem víðtækust sjónarmið. Alls fengust 314 gildi af ýmsum toga úr viðtölunum. Sem dæmi um gildi geta verið hugmyndir, tilgangur, áform eða áhyggjur hagsmunaaðila.

Út frá þessum gildum voru átta markmið ákvörðuð, þ.e.: aukin samkeppnishæfni, aukin skilvirkni og skilvirk nýting lands, aukið öryggi, aukin tenging við bakland, betri fjárhagsleg afkoma, betri umhverfisáhrif, aukinn sveigjanleiki og aukin jákvæð efnahagsleg- og félagsleg áhrif. Þessi markmið eru aðgerðir, eða leiðir, sem gera þarf grein fyrir í hafnarskipulaginu.

Ratsjármyndir voru svo notaðar til þess að hvaða markmið ættu að vera sett í forgang út frá mismunandi hagsmunahópum og einnig til að koma auga á mögulega árekstra á milli þessara hópa (Mynd 2). Tölurnar í ratsjármyndunum gefa til kynna heildarfjölda þeirra sem bentu á ákveðið gildi, og þar af leiðandi markmið, í viðtölunum.

Majid-mynd-standandiMynd 2. Dreifingarmarkmið fyrir hagsmunaaðilahópa.

Auka samkeppnishæfni

Eins og sjá má lögðu hagsmunaaðilar einkum áherslu á að auka samkeppnishæfni. Þetta er vegna þess að samkeppnishæf höfn færir notendum hafna þjónustu með meiri gæðum og minni kostnaði. Þá hefur takmarkað landsvæði á hafnarsvæðinu ásamt auknum fjölda verkefna í hafnarstarfseminni, svo sem ferðaþjónustu, fiskeldi, og samgöngum, orðið til þess að hagsmunaaðilar hafa nú meiri áhyggjur af að landið nýtist ekki á hagkvæmasta hátt.

Til að komast að mikilvægi markmiða og skilgreina árangur voru haldnir fundir með megin hagsmunaaðilum. Niðurstöður fundanna skilgreindu forgangsröðun markmiða. Rökfræði var notuð til að kalla fram mikilvægustu markmið helstu hagsmunaaðilanna, og þetta hefur mikið notagildi við mótun hafnarskipulagsins.
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar náði sínum árangri með því að leggja áherslu á aukna samkeppnishæfni hafnarinnar.
Einnig með því að auka skilvirka og hagkvæma nýtingu lands, auka öryggi, auka tengingu við bakland, auka fjárhagslega afkomu, skapa sveigjanleika, betri umhverfisáhrif, auka jákvæð efnahagsleg- og félagsleg áhrif.

Í þessari grein eru kynntar niðurstöður hluta rannsóknar á skipulagsgerð hafna sem var studd af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands, Ísafjarðarbæ, Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og Hafnasambandi Íslands. Rannsóknin var hluti af doktorsrannsóknum höfundar.

Höfundur er doktor frá umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá EFLU.

Viltu vita meira? 

Velkomið að senda okkur línu ef þú vilt fræðast meira um þjónustu EFLU varðandi hafnarskipulag.

Hafa samband


Nánari upplýsingar:

Eskafi, M., R. Fazeli, A. Dastgheib, P. Taneja, G. F. Ulfarsson, R. I. Thorarinsdottir, and G. Stefansson. 2020. “A Value-Based Definition of Success in Adaptive Port Planning: A Case Study of the Port of Isafjordur in Iceland”, Maritime Economics and Logistics, 22 (3), pp. 403-431. https://doi.org/10.1057/s41278-019-00134-6