Fagið

Greining á farmflæði

hafnarverkfræði, farmtegund, skipulag hafna, hafnarinnviði, farmgerð, sjóflutningar, afkastagreining, strandflutningar, gámaflutningar,

maí 27, 2022 Fagið

Höfundur

Greining á afköstum hafna er krefjandi verkefni þar sem hún inniheldur flókið samspil margs konar farmtegunda og annarra áhrifaþátta. Að bera kennsl á mikilvægustu farmtegundir hverrar hafnar er mikilvægt fyrir stefnumótun í skipulagi hafnarinnar og auðveldar rekstrarákvarðanir og hagkvæmari eignanýtingu. Rekstraráform og fjárfesting í hafnainnviðum ætti að stýrast af þörfinni fyrir tiltekna flutninga og uppskipun. Réttar fjárfestingarákvarðanir tengdar afkastagetu hafnar með tilliti til skilgreindrar farmgerðar hjálpa til við að vinna markaðshlutdeild og styrkja samkeppnisstöðu hafnarinnar.

Þar sem efnahagsþróun er mikilvægur áhrifaþáttur fyrir sjóflutninga er samhengi á milli afkastagetu hafna og þjóðhagsstærða. Tölfræðilegri greiningu, með aðferð gagnkvæmra upplýsingagilda, hefur verið beitt til að sýna fram á fylgni milli afkastagreiningar á farmflæði Ísafjarðarhafnar með hliðsjón af lykilfarmgerð og helstu efnahagslegu þjóðhagsbreytum.

Niðurstöðurnar veita gagnlegar upplýsingar til að spá fyrir um afköst hafna fyrir skipulagningu og varðandi áætlanir um uppbyggingu og rekstrarákvarðanir hafnanna. 

Rannsóknarverkefnið var unnið fyrir Ísafjarðarhöfn (Mynd 1). Höfnin er staðsett við meginleið strandflutninga umhverfis landið.

AmedanMynd 1. Ísafjarðarhöfn. Mynd | Majid Eskafi.

Í þessari rannsókn voru sex þjóðhagsstærðir notaðar til greiningar. Þetta eru landsframleiðsla (NGDP), meðalársvísitala neysluverðs (ACPI), heimsframleiðsla (WGDP), magn innlendra útflutningsviðskipta (VNET), magn innflutningsviðskipta (VNIT) og fólksfjöldi (NPOP). Um Ísafjarðarhöfn fara tvær farmgerðir: gámaflutningar og farmar utan gáma.

Í rannsókninni var farmur sem fluttur er í gámi magntekinn miðað við jafngildiseiningu tuttugu feta gáms (TEU). Farmur sem ekki er í gámum er einna helst eldsneytisolía (FOL), vegagerðar- og viðhaldsefni (RCM), áburður og fiskafóður (FFF), sjávarafurðir (MAP) og hráefni til iðnaðar (INM). Annar smærri almennur farmur (SGC) er talinn í tonnum.

Niðurstöður tölfræðilegrar greiningar farms utan gáma sem fara um höfnina með út- og innflutningi eru sýndar á mynd 2.

Mynd 2. Tölfræðileg greining um farmflæði sem ekki er í gámum. (Vinstri: útflutningur, hægri: innflutningur). MI er fylgni milli breyta. MI tekur gildið núll ef breyturnar tvær eru tölfræðilega óháðar en þegar breyturnar tvær eru eins þá nær hið svokallaða gagnkvæma upplýsingagildi (MI, mutual information) þeirra hámarki.

Eins og sést á mynd 2 eru sjávarafurðir aðal útflutningsfarmurinn. Þetta er vegna þess að meginatvinnustarfsemin á landsvæðinu sem Ísafjarðarhöfn þjónar er sjávarútvegur og fiskeldi. Þessi starfsemi er því afgerandi fyrir útflutningstölur.

Fyrir innflutning sýna niðurstöður að eldsneyti er aðalinnflutningsfarmurinn. Hráefni til iðnaðar og sjávarafurðir eru líka mikilvægir innflutningsfarmar, þar einnig hráefni sem nýtt er í atvinnustarfsemi á svæðinu. 

Af þessu er ljóst að afkastageta hafnarinnar þarf að miða við þarfir svæðisins fyrir 1- hráefni til sjávarútvegs, 2- olíu og og 3- hráefni til iðnaðar.

Mynd 3. Tölfræðileg greining um tengsl hafnarafkasta (vinstri: án gáma, hægri: í gámum) og þjóðhagsstærða.

Myndin sýnir að beint samband er á milli farmflutninga utan gáma og landsframleiðslu (VLF). Þetta er vegna þess að eins og sést á mynd 2 eru sjávarafurðir helsti útflutningurinn og þessi farmur hefur mikil áhrif á landsframleiðslu. Ennfremur eru sterk tengsl á milli gámaflutninga um höfnina og magns innlendra útflutningsviðskipta. Þetta er vegna þess að gámafarm er hægt að flytja á skilvirkan hátt yfir langar vegalengdir og flytja áfram með öðrum flutningsmáta. Breyta sem hefur nokkuð minni tengsl við umsvif í höfnum er íbúafjöldi. Fólksfjölgun örvar viðskiptaflæði vegna aukins vinnuafls og efnahagsumsvifa. Meginástæðan fyrir lágu verðmæti innflutningsverslunar er sú að stærstur hluti innflutnings til landsins er til hafnar í Reykjavík, en ekki til Ísafjarðarhafnar. Þessar niðurstöður er hægt að nota sem inntak til að spá fyrir um nauðsynleg afköst Ísafjarðarhafnar fyrir farm í gámum og utan gáma.

Í þessari grein eru kynntar niðurstöður hluta rannsóknar á skipulagsgerð hafna sem var studd af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands, Ísafjarðarbæ, Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og Hafnasambandi Íslands. Rannsóknin var hluti af doktorsrannsóknum höfundar.

Höfundur er doktor frá umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá EFLU.

Viltu vita meira?

Velkomið að senda okkur línu ef þú vilt fræðast meira um þjónustu EFLU varðandi hafnarskipulag.

Hafa samband


Nánari upplýsingar:

Eskafi, M., M. Kowsari, A. Dastgheib, G. F. Ulfarsson, P. Taneja, and R. I.
Thorarinsdottir. 2021. “Mutual Information Analysis of the Factors Influencing Port
Throughput”, Maritime Business Review, 6 (2), pp. 129-146.
https://doi.org/10.1108/MABR-05-2020-0030