Andri Rafn Yeoman

  • Andri Yeoman
Andri Rafn Yeoman er með B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í samgönguverkfræði frá Sapienza háskólanum í Róm. Hann er matsmaður fyrir BREEAM skipulag (BREEAM Communities).

Andri starfar í samgöngu- og skipulagsmálum en hefur einnig reynslu af umhverfismálum. Hann hefur m.a. komið að gerð skipulagsáætlana og BREEAM vottana, samgöngumats, samgöngulíkana, hönnun ljósastýringa, vinnu rannsóknarverkefna, þolmarkagreininga á ferðamannastöðum auk mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana.

24.2.2023 Fagið : Vestmannaeyjahöfn skipulagsgreining

Vestmanneyjahöfn er ein af stærri höfnum landsins og tilheyrir grunneti samgangna á Íslandi og er hlutur hafsækinnar starfsemi í atvinnulífi Vestmannaeyjabæjar mikill.

Vifilsstadaland-skipulag

3.10.2022 Fagið : BREEAM fyrir skipulag

Hjá EFLU starfa sérfræðingar sem hafa víðtæka reynslu og réttindi til að sinna BREEAM vistvottunum fyrir skipulagsáætlanir, nýbyggingar, endurgerð bygginga, byggingar í rekstri og nú nýlega einnig vistvottun á innviðum. 

Hvað er örflæði

22.3.2021 Framtíðin : Örflæði - framtíðarlausn á samgöngu- og loftslagsvanda borga?

Stuðlar örflæði (farartæki knúin af líkamlegu afli eða rafmagni) að vistvænni ferðavenjum og samþættingu mismunandi ferðamáta? EFLA birtir niðurstöður rannsóknar á áhrifum örflæðis á ferðavenjur og viðhorf gagnvart þessum nýja ferðamáta.
Sjálfakandi ökutæki

11.2.2021 Framtíðin : Hver er staðan á sjálfakandi ökutækjum hérlendis?

Sjálfakandi ökutæki hafa verið áberandi í umræðunni en tæknin verið að mestu ósýnileg almenningi. En hver er staðan á þessari tækniþróun og hvaða möguleikar eru á sjálfakandi almenningsvögnum hérlendis?