Anna Kristín Hjartardóttir

  • Anna Kristín Hjartardóttir

Anna Kristín er M.Sc í arkitektúr frá Listaháskólanum í Berlín og er einnig með IPMA C- vottun í verkefnastjórnun. Hún vann sem arkitekt í 15 ár og sem gæðastjóri hjá byggingarverktaka í 4 ár áður en hún hóf störf á verkefnastjórnunarsviði EFLU árið 2013.

Anna Kristín hefur komið að framkvæmd ýmiss konar útboða meðal annars fyrir Isavia. Stærsta verkefnið á því sviði var umsjón með tveimur útboðum ræstinga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og var seinna útboðið skv. INSTA 800 staðlinum. 

Anna Kristín er með vottun á þekkingastigi 3 og 4 samkvæmt INSTA 800. Einnig hefur hún komið að gerð annarra útboða og verklýsinga fyrir ræstingar.


Þrif samkvæmt INSTA 800

11.12.2018 Fagið : Er hægt að meta gæði ræstinga?

Oftar en ekki kemur upp ágreiningur um gæði ræstinga og hvernig skilgreint er hvað sé hreint og hvað er skítugt. Með aðferðafræði gæðakerfisins INSTA 800 er hægt að skilgreina gæði þrifa og um leið minnka líkurnar á ágreiningi um ræstingar húsnæðis.