Blogg

Nýting sólarorku til rafmagns- og varmaorkuframleiðslu
Það er ýmislegt sem bendir til þess að nýta megi sólarorku, bæði til raf- og varmaorkuframleiðslu, í meira mæli heldur en gert. Það gæti t.d. nýst til húshitunar á afskekktum stöðum og viðkvæmum landssvæðum. Til að kanna fýsileika þess að nýta sólarorku til raf- og varmaorkuframleiðslu á Íslandi setti EFLA upp tilraunasólarorkuver á svölum þakhæðar og rannsakaði málið.