Daði Baldur Ottósson

  • Daði Baldur

Daði Baldur Ottósson starfar sem samgönguverkfræðingur á samfélagssviði EFLU og fæst við margvísleg verkefni tengd umferð og skipulagi, umferðartækni, stefnumótun í samgöngumálum og eflingu vistvænna ferðavenja. Hann lauk grunnnámi í Umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2010 og framhaldsnámi við University of Washington í Seattle árið 2011, þar sem hann sérhæfði sig í samgönguverkfræði og skipulagi, með sérstaka áherslu á bílastæðamál.

Meðal verkefna sem Daði hefur unnið að er ráðgjöf við nýtt leiðanet Strætó og stefnumörkun í bílastæðamálum fyrir Reykjavíkurborg.  Daði starfaði áður hjá samgöngudeild City of Vancouver í Kanada í nærri fjögur ár.


Hvað er örflæði

22.3.2021 Framtíðin : Örflæði - framtíðarlausn á samgöngu- og loftslagsvanda borga?

Stuðlar örflæði (farartæki knúin af líkamlegu afli eða rafmagni) að vistvænni ferðavenjum og samþættingu mismunandi ferðamáta? EFLA birtir niðurstöður rannsóknar á áhrifum örflæðis á ferðavenjur og viðhorf gagnvart þessum nýja ferðamáta.
Sjálfakandi ökutæki

11.2.2021 Framtíðin : Hver er staðan á sjálfakandi ökutækjum hérlendis?

Sjálfakandi ökutæki hafa verið áberandi í umræðunni en tæknin verið að mestu ósýnileg almenningi. En hver er staðan á þessari tækniþróun og hvaða möguleikar eru á sjálfakandi almenningsvögnum hérlendis?

Umferð dregst saman um fjórðun á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar samkomubanns.

20.3.2020 Samfélagið : Umferð í samkomubanni

Áhrif samkomubanns á umferð hafa verið umtalsverð. Við vörpum ljósi á umferðarmælingar á höfuðborgarsvæðinu og hversu mikið umferðin hefur dregist saman milli vikna.