Eiríkur Ástvald Magnússon

  • Eiríkur

Eiríkur starfar við ráðgjöf á sviði byggingareðlisfræði og rakaöryggis við hönnun nýbygginga og endurbygginga. Hann hefur reynslu af því að skoða hús með tilliti til byggingargalla og rakaskemmda.   

Eiríkur hefur sérhæft sig í hermunum á rakaflæði í byggingarhlutum. Hann hefur starfað sem stundakennari í Háskóla Íslands þar sem að meistaranemar í Byggingarverkfræði voru fræddir um rakaöryggi við hönnun og framkvæmd. 
Húsbygging

12.6.2018 Samfélagið : Geta ný hús staðið úti?

Umfjöllun um rakaskemmdir og myglu í húsnæði hefur verið áberandi á undanförnum árum. Ekki er ljóst hvort að aukin umræða sé tilkomin vegna aukins umfangs rakaskemmda eða vegna þeirrar vitundarvakningar um neikvæð heilsufarsáhrif rakaskemmda.