Erlendur Örn Fjeldsted

  • Erlendur Örn Fjeldsted
Byggingartæknifræðingur B.Sc.

Erlendur starfaði hjá EFLU til ársins 2019 og vann aðallega við verkefnastýringu og eftirlit ásamt því að vera í verkefnahópi um líftímakostnað bygginga. Þá starfaði Erlendur sem byggingarstjóri við byggingaframkvæmdir í stóriðjunni og stærri verkefnum.

Erlendur Örn Fjeldsted er með B.Sc í byggingatæknifræði frá Tækniskóla Íslands og er húsasmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík. 


7.11.2018 Fagið : Hvað kostar að byggja og reka mannvirki?

Líftímakostnaður mannvirkja (LCC), sem aðallega eru húsbyggingar, er skilgreindur heildarkostnaður bygginga frá vöggu til grafar, þ.e. greining á öllum kostnaði bygginga. Tilgangurinn með kostnaðargreiningunni er að sýna fram á hversu mikið það kostar í rauninni að byggja og reka mannvirki í ákveðinn árafjölda, en áætlaður líftími bygginga er oftast áætlaður 60 ár.