Guðrún Jónsdóttir

  • Guðrún Jónsdóttir

Guðrún er með B.SC í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc í hljóðverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet. Hún býr yfir mikilli reynslu í hljóðhönnun mannvirkja og hefur hannað hljóðvist í mörgum opnum skrifstofurýmum. 

Guðrún starfar á byggingarsviði EFLU og eru hennar helstu verkefni tengd hljóðvistarráðgjöf ásamt verkefnastjórnun. Hún hefur haldið fjölmörg erindi um hljóðvist ásamt því að stýra umfangsmiklum byggingarverkefnum ásamt því að sitja í stjórn EFLU.


Starfsstöð EFLU

28.2.2020 Fagið : Hljóðvist í opnum vinnurýmum

Góð hljóðvist á vinnustað hefur jákvæð áhrif á líðan, einbeitingu og afköst starfsmanna. Að sama skapi getur mikið hávaðaáreiti valdið streitu, heyrnarskaða og minnkað framlegð í verkefnum. En hverju þarf að huga við hönnun hjóðvistar og hvað er til ráða ef hljóðvistin er léleg? Hljóðverkfræðingar EFLU gefa góð ráð í blogginu.