Harpa Sif Gísladóttir

  • Harpa Sif Gísladóttir

Harpa útskrifaðist 2016 með meistaragráðu í véla/orku -verkfræði frá Chalmers í Gautaborg. Frá útskrift hefur hún unnið hjá EFLU við hönnun lagna og loftræsikerfa. Þar hefur megináhersla hennar verið í verkefnum tengdum hönnun lagna og loftræsikerfa fyrir byggingar ásamt orkuútreikningum.


Loftræsing í húsum

18.12.2020 Samfélagið : Getur loftræsing dregið úr smithættu?

Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um loftgæði í tengslum við myglu og rakavandamál í byggingum en nú hafa smitleiðir Covid-19 komið inn í umræðuna. Í kjölfarið hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort góð loftræsing dragi úr smithættu.